Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 17
er sannfróður um Jög og reglur, sem að einhverju leyti varða líf og líðan dýra, ferfætlinga senr fugla, og um margt í náttúrufræði og náttúruvernd. Ég varð Jress fljótt vís, að ritstjórn blaðsins væri í rauninni Jrakklátt verk. Ég fékk margt bréfa frá ungum og eldri, Jtar sem lýst var ánægju yfir blað- inu, og margir létu bana í ljós við mig, þegar fund- um bar saman. Ég hef sjaldan verið glaðari en Jtegar ég ók úr garði á bæ einum í Austur-Barða- strandarsýslu. Ég kom Jtar síðla dags og spurði, hvar byggi maður, sem ég þurfti að hitta. Ég fékk greið og góð svör, og mér var boðið inn, en ég kvaðst Jdví niiður ekki hafa tóm til viðstöðu. Þá var ég fítið eitt vandræðalega beðinn að staldra við, með- an sótt væri kona, sem langaði til að sjá mig. Ég var ekkert óvanur því, að fófk, sem bafði lesið eftir mig skáldsögur, ævisögur eða greinar, vildi gjarnan sjá, hvernig ég liti út, og kvað ég Jætta meira en veíkomið. Húsfreyjan skauzt inn, og út kom mið- aldra kona, sem var eitt býrubros og Jtakkaði sín- um sæla fyrir, að sér skyldi veitast sú gleði að sjá blessaðan manninn, sem skrifaði eins fallega um dýrin og hann gerði — já, og væri ekki hræddur við að taka ærlega í lurginn á sjálfum ráðherrunum! Þegar bér kom, hvessti þessi annars glaðlega kona röddina og varð allhvasseyg, var jafnvel ekki laust við, að kvik væri á höndunum á henni, eins og hún í rauninni vildi sagt bafa við liáttsetta misgerða- menn á þessum vettvangi: Þú nýtur þess, að ég næ ekki til þín! ... En hún breytti brátt aftur um svip og raddhreim og sagði: „Þú ættir að sjá börnin hérna, Jregar Jrau eru að lesa um hundinn þinn — eða um liænsnin, maður!“ Já, mér var sannarlega hlýtt fyrir brjósti, Jægar ég ók úr garði, og ég held, að syni mínum, sem var eins og oftar ökumaður minn, hafi orðið Jtetta atvik eftirminnilegt... Ekki þurfti ég heldur að kvarta undan stjórn samtakanna, hún lét í ljós, að henni Jrætti rétt stefnt. ... Samtímis naut ég þeirrar sönnu ánægju mjög fljótlega, að verða þess var, að skrif mín vöktu sára gremju Jæirra, er að var beint skeytum í blaðinu. En mér varð brátt ljóst, að framtíðarskilyrði fyrir því, að unnt væri að gera blaðið úr garði á nokkurn veginn viðhlítandi liátt, allt í senn ske- leggan málsvara dýra og dýraverndar, fróðlegt um dýr og dýravernd, utan lands og innan, og að skemmtiefni og myndakosti við hæfi barna og ung- linga, var stækkun Jtess, og í árslok 1956 var ég ákveðinn í að hætta ritstjórn Dýraverndarans nema ég fengi tvöfaldað lesmál hvers tölublaðs, hvað sem liði auknu lesmáli alls árgangsins. Ég ákvað svo að fara fram á, að blaðið yrði framvegis að lesmáli 16 blaðsíður í stað 8, en blöðunum yrði Á þessari mynd af ril- stjúra Dýraverndarans eru með honuni hund- urinn Vigi og köttur- inn Monsólina. DÝRAVERNDARINN 17

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.