Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 11
gæzlu — eða misnotkun ráðherra á valdi sínu vegna stundarhagsmuna einstakra stéttarhópa, svo sem stóðeigenda. Hann lenti í meiðyrðamáli út af harð- yrðum í garð gildra bænda í nágrenni Reykjavíkur, og hann birti í Dýraverndaramim nafn manns, sem rekinn var úr Dýraverndunarfélagi Islands fyrir illa meðferð á skepnum, en sá maður varð síðar mjög kunnur athafnamaður. Þá var og hin ágætasta sam- vinna með Jóni Þórarinssyni og Jóhanni Ögmundi Oddssyni, og eins og ég hef getið um áður hér í blaðinu, skrifaði Jóhann í ritstjórnartíð Jóns Þór- arinssonar margar og hvatlegar greinar, sem ritstjóri biaðsins bar að minnsta kosti siðferðilega ábyrgð á. Jóhann Ögmundur Oddson gekk að afgreiðslu- og útbreiðslustörfunum af feikna kappi og atorku. Hann Jjreyttist aldrei á að eggja fólk í smágreinum i blaðinu til að starfa að útbreiðslu þess. Hann birti tölu kaupenda hjá |ieini útsölumönnum, sem mest varð ágengt, og hvatti til samkeppni. Og hann ýtti í sífellu undir, að útsölumenn og kaup- endur blaðsins ástunduðu skilvísi. Þá er mér kunn- ugt um, að auk skrifa sinna í blaðið, áminninga og eggjana, átti hann brélaskipti við fjölmarga menn, karla og konur, víðs vegar um landið, og freistaði Jress að hafa á starf þeirra örvandi áhrif. Honum gekk og vel útbreiðslustarfsemin, en miður að fá menn til að gera skil á árgjöldunum. í fyrsta tölublað 1922 skrifaði ritstjórinn grein, sem hefst Jjannig: „Það hefur um stund verið nokkuð efasamt, að Dýraverndunarfélagið sæi sér fært að gefa blaðið út í ár vegna efnaskorts.“ Þegar Jsetta var ritað, voru kaupendur blaðsins komnir upp í 4000, enda komust Jjeir strax á fyrsta ári í 1600. En vanskil, einkum þeirra kaupenda, sem fengu blaðið sent beint til heimila sinna, án milligöngu útsölumanns, ollu miklum erfiðleikum, og er þetta gömul og ný veila með íslendingum og hefur oft komið útgeíendum blaða og tímarita í koll. En blaðið hélt velli, og varð það Jdó fyrir Jrví áfalli, að Jóhann Ögmundur Oddsson hætti störf- um við afgreiðslu og innheimtu. Þá tók við Þor- leifur Gunnarsson bókbandsmeistari. Þorleifur var fæddur í Reykjavík árið 1891. Hann var gamall ungmennafélagi, dýravinur og lmgsjóna- maður, og hafði hann lullan lnig á að rækja störf sín í Jiágu Dýravcrndarans. En hann skorti hin persónulegu kynni af kaupendum og útsölumönn- Grétar Ó. Fells, shtíld og rithöf- undur. um, sem Jóhann hafði öðla/.t á sjö ára starfstíma — með mjög einbeittri viðleitni og ærnu starfi. Má því telja, að Þorleifi hafi tekizt giftusamlega, Jjar sem fært reyndist að halda áfram útgáfu blaðsins, Jrrátt fyrir vanskilin. Þorleifur var formaður Dýra- verndunarsamtakanna frá 1929 til 1934 og lét af afgreiðslustöríum um áramótin 1929—30. Arið 1926 lézt Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri, sem hafði bæði verið ritstjóri blaðsins frá upphafi og formaður Dýraverndunarfélagsins frá Jiví að Tryggvi Gunnarsson dó, haustið 1917 — eða í nær- fellt áratug. Og var nú orðið mikið skarð fyrir skildi hjá félaginu og blaðinu. í VÖK AÐ VERJAST Ekki var völ á víðkunnum áhrifamanni til rit- stjórnarinnar, Jiegar Jón Þórarinsson lézt, enda ekki til mikils að vinna fjárhagslega og liorfurnar um útgáfu blaðsins allt annað en glæsilegar. Við rit- stjórninni tók með 4. tölublaði 1926 ungur lögfræð- ingtir, Grétar Ófeigsson Fells, sonur séra Ófeigs í Fellsmúla. Hann hafði starfað í Dýraverndunar- félaginu, skrifað í Dýraverndarann og var maður mikillar mannúðar. Hann var skáldhneigður og kunnur orðinn að því að vera vel ritfær, og hann mun síður en svo hafa skort vilja á að rækja rit- stjórnina samvizkusamlega og hinu góða málefni til sem mests framdráttar. Það hafði fljótt sýnt sig á ritstjórnarárum Jóns Þórarinssonar, að jafnvel hjá slíkum áhrifamanni hafði aðstaðan til að fá efni frá sem flestum kunn- 1) Ý R A V E RNDARINN 11

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.