Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 29

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 29
„Þú ert jrekja, Kolur,“ segir Klói. inu þar. Hann nefndi býlið sitt Fagrahvamm. Ingi- mundur var giftur ágætri þýzkri konu og hafði búið í mörg ár í Þýzkalandi, en flutti lieim, þegar sýnilegt var, að nazistar mundu ná völdum þar. I>að var sannarlega ánægjulegt að heimsækja hjónin í Fagrahvammi. Allt bar þar sýnilegan vott um reglu- semi og snyrtimennsku, sem af bar. Þau hjón áttu bæði hænsni og hunda. Ingimundur skildi hvert dýr, sem hann umgekkst. Væri eitthvað að lrænun- um hans, gerði hann aðgerð á þeim með ágætum árangri, eins og æfður dýralæknir væri. Ingimundur var einhver sá be/.ti maður, sem ég hef kynnzt. Hann kom sjálfur með Cúnó liingað. I>eir komu í flugvél að Kirkjubæjarklaustri. Ekki átti að ama að hvolpinum á leiðinni, jiví að hann var í hag- lega gerðum kassa. Mikið var hann fallegur, svolítill loðinn hnoðri, svartur, nema kolóttur á fótunum og ljósir blettir fyrir ofan augun, — með ljósa bringu. Fljótt kom í ljós, að hann var vitur. Hann hélt fénu alveg í hóp, þegar það var rekið. Margt skrýtið og skemmti- legt átti hann í fari sínu. Hann var mjög góður við kettina, sem við áttum og voru honum samtíða. Gaman var að sjá Cúnó og kisu bjóða hvort öðrn góðan dag á morgnana með jm að reka saman Kolur: „Þarna sérðu, bara þegar þú kurtnir þér geð til að sleikja úr sömu skál og ég!“ trýnin, eins og Jtau væru að kyssa hvort annað. Við áttum Cúnó í 11 ár. Hann varð bráðkvaddur, hafði orðið svo veilt hjarta. Við söknuðum hans eins og góðs vinar. Svo liðu nokkur ár, og við áttum engan liund- inn. I>á var jiað, að ein nágrannakona mín, sem er mikill dýravinur, gaf mér lítinn hvolp. Hann var kolóttur með ljósa fætur og minnti mig mest á æskufélaga minn, Kol á Eystri-Sólheimum. Ég lét hann líka bera nafn hans og skírði hann Kol. Hon- um leiddist ósköp mikið fyrsta kvöldið. Ég vafði hann í ullarflókum og svæfði hann, svo að jietta lagaðist. Einhverja hlýju varð hann að fá í staðinn fyrir Jiá, sem hann hafði notið hjá mönnnu sinni. Eljótlega varð hann ánægður hér. I>eir voru ekki góffir vinir fyrst, Klói, kötturinn okkar, og Kolur. Kolur vildi leika sér við Klóa, en jxtð þoldi hann ekki. I>etta lagaðist samt, eins og myndirnar sýna, og ]>eir urðu beztu vinir. Þeir löptu saman, borðuðu saman og buðu hvor öðrum góðan dag. Kolur var ákaflega glaðlyndur og fjörmikill. Hann Iék sér lieila og hálfa dagana og gat næstum aldrei kyrr verið. Hann elti alla hunda, sem hann varð var við. Þá kom j>að fyrir, að ]>eir hlupu í fé og eltu D Ý RAV E R N D A R I N N 29

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.