Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 24

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 24
Hafís fyrir landi „Öllum hafis verri er hjartnanna is, sem heltekur skyldunnar þor .. Hannes Hafstein. I>að er kominn halís, og margur undrast, að slíkt og annað eins skuli ennþá geta tyrir komið. Ymsum tinnst þetta þó bara skemmtileg tilbreytni, og víst er sport í því að iljúga á vængjum tækninnar og skoða hafísinn. Undarlegt, að ekki skuli þegar haía. verið auglýst sérstakt hafíssskemmtiílug. Já, hvað skyldi svo sem ama að á voru landi íslandi, þó að hafís lieilsi upp á landslýðinn og segi í sínum dimma rómi: Hér er ég, gamall kunningi! Áreiðanlega verða afleiðingar haíískomunnar ekk- ert svipað því eins alvarlegar og stundum áður, en þó hefur hann þegar komið illa við margan. Sjó- sókn hefur með öllu teppzt í mannmörgum þorp- um á Ströndum og víða um Norðurland, og haf- ísinn hefur spillt allmiklu af veiðarfærum eða eyði- lagt þau með öllu. Þetta er ekki sízt meinlegt sakir þess, að nú var að heíjast grásleppuveiði, en grá- sleppan er ekki lengur aðeins fyrsta vorbjörg heim- ilanna, heldur feikna verðmætur fiskur til sölu, þar eð hrognin úr henni eru komin í ýkjahátt verð. Þá hefur og hafísinn teppt samgöngur — og það er ærið bagalegt í hreppi eins og Árneshreppi á Ströndum, þar sem ekkert vegarsamband er út fyrir sveitina. Það er sagt í blöðunum, að bændur þar séu farnir að hyggja að gömlum reiðingum og ætli að flytja að sér nauðsynjar á klökkum, ef ísinn lónar ekki frá. Þá mundi óhætt að segja, að í þeim sveitum, sem hafísinn liggur upp í hverja vík og hvern vog, hafi hann svipt bændur, sem eiga land að sjó, ærnum verðmætum, þar sem er fjörubeitin, og sagt er, að ýmsir séu teknir að kvarta um það, að þá skorti fóðurbæti! Ef til vill verður hafísinn ekki að meira meini en ennþá verður séð fyrir — ekki að þessu sinni. Þó eru nú írosthörkur nyrðra, og ekki er enn alls- endis víst nema snjó kunni að kyngja niður, þótt „Á sér ekkert hreysi" — frekar en Óhrœsið hans Jónasar Hallgrimssonar. áliðið sé orðið. Þau liafa stundum verið kaldræn, vorin íslenzku. Hvað þá? Hvað þá um bústofninn? Hugsum okkur, að stóðeigendur eigi eftir að sjá fram á, að þeir þurfi að taka á gjöf 30—100 hross. Ætla þeir þá að gera það — og eiga svo á hættu, eins og vinur þeirra Páll heitinn Zóphóníasson varaði þá við, að missa allan sinn bústofn? Eða ætla þeir að láta stóðið hrynja niður í liaganum úr kidda og sulti? Þótt ekki komi til þess, að bændur hrossahérað- anna þurfi að velja um þessa tvo kosti, liefur haf- ísinn þó minnt á, að hann væri enn til, þó að menn hafi lifað og látið eins og svo væri alls ekki. Og nú vill Dýraveindarinn spyrja þrjá æruverða ráð- herra í viðreisnarrikisstjórninni, menntamála- og dýraverndarráðherrann, dr. Gylfa Þ. Gíslason, dóms- 24 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.