Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 5
seni sátu við sama lieygarðshornið og áður, hefðu hátt um sig á opinberum vettvangi, var andstaða þeirra gegn hinum nýju áhrifum ærið virk. „Þetta dýraverndunartal er náttúrlega ósköp áferðarfallegt og ekki nema eðlilegt, að viðkvæmt og veiklað kvenfólk og skáld og svoleiðis skýjaglóp- ar gleypi við því, enda þykir J^að víst sums staðar fínt, en við, sem þekkjum lífið og lífsbaráttuna hérna á Islandi, \ið tökurn Jjað ekki sérlega alvar- lega, við viturn, að það verður hvorki gefið á garð- ann né borið á borð.“ Þetta var ærið almennur andi hjá einmitt þeim, er út um byggðir landsins var litið upp til sem góðra bújjegna og sveitarstólpa. Því var það, að sá vitri og raunsæi maður Tryggvi Gunnarsson lét sér hægt um mjög róttækar aðgerðir til styrktar mál- stað dýranna. Hann flutti mál sitt sjaldan af hörku í Dýravininum, en freistaði Jjess að tala jöfnum höndum til tilfinninga og rólegrar skynsemi — fét frásagnir, sögttr og kvæði tala sínu máil og lagði áherzlu á að sýna, að bætt meðíerð á húsdýrunum væri eigendum þeirra hagsmunamál, — því að hann vissi Jiað vel, að „buddunnar lífæð í brjóstinu slær“ — og að „Jjað kvað liggja vegtir til hjartans gegn- um magann". Af þrautseigju og gætni Jjokaði hann Þorsteinn Erlingsson. Norðtnaðurinn Emil Rokstacl, sem lagði fram féð, er reið baggamuninn. í rétta átt málstað dýranna á vettvangi löggjafar- innar, en sá sér ekki í þrjátíu ára Jjrotlausri baráttu sinni fært að koma franr heildarlöggjöf um dýravernd. Hann réðst heldur ekki í stofnun dýraverndunarsamtaka, þóttist sjá, að til Jjess mundi vart nóg á unnið. Hann vildi koma því tif leiðar strax upp úr 1890, að íslenzkar konur gengjust fyrir því, jafnt í höfuðstaðnum og úti um bvggðir lands- ins, að dýraverndunarsamtök væru stofnuð, og var það fordæmi danskra kvenna, sem hann studdist við og sú staðreynd, að „konum er“ — eins og hann orðaði það — „tileinkuð blíða og viðkvæmni, — er Jjað Jjví eðli þeirra samboðið að taka málstað mun- aðarleysingjanna...“ En honum varð þar ekki að ósk sinni og von. Það voru upp úr þessit stofnuð dýra- verndunarfélög á Akranesi og á Seyðisfirði, en Jjar voru karlmenn að verki, og bæði félögin lognuðust út af. Ekki eru nein gögn, sem sýni, að Jjau hafi verið stofnuð beinlínis af hvötum Tryggva, og ekki er lieldur vitað, að hann hafi verið beinn hvata- maður að stofnun þess félags, sem nokkru síðar varð til í Reykjavík fyrir forgöngu hins unga eld- huga, Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar, þótt Tryggvi yrði raunar fyrstur manna til að skrifa sig á stoín- skrá Jjess félags. Raunin varð og sú, að ekki einu sinni Jjað félag fékk lifað nema skamma stund. Enn kom i Ijós, að Trvggvi vissi eða fann á sér, Jjrátt fyrir vinsældir Dýravinarins, hvað leið áhuga al- nrennings á hinu mikilvæga mannúðar- og menn- ingarmáli, senr var lronunr áreiðanlega lrjartfólgn- ast alls á síðari hluta ævinnar. 5 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.