Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 30

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 30
Harmur ^æsaríimar Villigœsahjón. í mörg ár áttum við í Sælingsclalstungu gæsir, og þær reyndust mjög vitrir og skemmtilegir íuglar. A vorin voru þær ætíð reknar í burtu til haga- göngu, þegar ungarnir voru orðnir vel stálpaðir, en í fyrstu snjóum komu þær jafnan sjálfar heim og voru þá kátar og vinalegar. Seinasta árið, sem við áttum gæsir, var gæsaeign okkar aðeins ein hjón, og fjölgunin hjá þeim var einungis einn ungi, en mikið létu foreldrarnir sér annt um hann, og er óhætt að segja, að mikill fögnuður hafi verið yíir þessum litla gula linoðra, sem raunar stækkaði brátt og skipti um lit. Svo var ]jað eitt kvöld í júní, að ég sat við eld- húsgluggann og liorlði út. Það var komið mikið gras á túnið neðan við bæinn, og gæsirnar voru þar á kafi, nema livað höfuð og nokkuð af hálsum hjónanna bar yfir dimmgræn stráin. Ég sá, að gæs- irnar voru að silast heim á ieið, fóru sér ósköp það. Það varð að vonum ekki vinsælt, og þess vegna gat ég ekki átt þennan vin minn eins lengi og ella, — en alltaf sakna ég hans. Kristjana Jónsdóttir, Sólheimum i Landbroti. S1 ! Heiður Agnes á Sóllieimum gejur heensnum ömmu sinnar. hægt. Þær voru auðvitað á leið í hreiðurkofann sinn. Þar höfðust þær við á nóttunni. Þegar þær komu út úr grasinu, sá ég, að unginn vafraði á milli þeirra. Þau liöfðu svo sem gætt þess. að hann villtist ekki frá þeim í grasinu. Þau stöldruðu við á hlaðinu eins og til að njóta veðurblíðunnar, því að þetta var eitt af hinum kyrru og unaðslegu vorkvöldum. Allt í einu heyrði ég þau reka up]r skerandi hljóð. Ég fór út, og það, sem ég sá, stendur mér enn fyrir hugskotssjónitm. Unginn litli lá sundurkraminn á stígnum. Það hef- ur víst verið stígið ofan á hann, án þess að ég viti, hver hafi gert það eða með hverjum hætti það hafi mátt verða, en óviljandi hefur það verið. Ég á engin orð til að lýsa harminum, sem skein út úr fuglunum. Móðirin lá eins og lömttð lijá ung- anum, og karlfuglinn, sem sjálfur var auðsjáanlega harmi sleginn, reyndi að lmgga hana. Hann vafði hvíta, langa hálsinn utan um háls hennar og bringu, hjúfraði sig að henni af einstæðri ástúð, og við og við ráku þau ttpp sár og nístandi saknaðarkvein. Eftir nokkra stund ýtti karlfuglinn við móður- inni, og þau gengtt hlið við ltlið að hreiðurkofan- um. Úti fyrir dyrum hans námu þatt staðar og littt við. Svo sneri móðirin sér að kofadyrunum á ný og fór að vafra inn, og karlfuglinn lagði höfuðið að vanganum á henni. Svo lagðist hann fyrir dyrn- ar eins og hann væri þar á verði um, að ekki væri raskað ró hinnar syrgjandi móður. Sælingsdalstungu í Dalasýslu, 31. janúar 1964. Sigríður Sigurðardóttir. 30 D Ý R AV ERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.