Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 18
hins vegar fækkað í 6. Með því móti varð hægra um fjölbreytt efni í hverju blaði og lesmál árgangs- ins jókst úr 64 blaðsíðum í 96. Sem varatillögu hugsaði ég mér, að blaðið kænti aðeins út fjórum sinnunt á ári, en hvert blað yrði 16 lesmálssíður. I,oks hugðist ég leggja til, að verð blaðsins hækkaði að minnsta kosti upp í 25 krónur á ári. Eg þurfti enga baráttu að heyja fyrir þessum mál- um. Umsvifa- og eftirtölulaust var samþykkt sú stærð blaðsins, sem það hefur enn, og verðið var hækkað í 25 krónur. Og ég lief ekki orðið annars vís en flestum, sem að blaðinu standa, hafi þótt breyting- in vel ráðin, enda hefur síður en áður þurft að setja rnargt af því hjá, sem er nauðsynlegt blað- inu til gengis og samtökunum til framdráttar. Ég hef fá verk unnið þakklátari um ævina en að stjórna Dýraverndaranum, og hafa þakkirnar komið á marg- an hátt. Svo hefur þá líka hent sig, að ég hef hlotið vítur fyrir, að blaðið væri ekki eins og það ætti að vera. Ég hef lengið bréf, þar sem fundið hefur verið að því, hve mikla áherzlu ég legði á að gera Þorsteinn Einnrsson, iþróttafulltrúi. blaðið skemmtilegt börnum og unglingum, ég hef verið víttur fyrir, að ég hafi ekki sinnt málum, sent sérstaklega hafa þótt aðkallandi á þessum eða liin- unr staðnum, þótt ég liafi ekki liaft hugmynd uni þau, og svo hafa þá alls ekki fylgt þær upplýsingar, sem mér hefðu verið nauðsynlegar, ef ég hefði vilj- að bæta úr skák. Ég hef verið látinn vita, að Jjessi eða hinn hætti að kaupa blaðið, ef ég tæki ekki rögg á mig og sinnti öfgafullum og stundum fjar- stæðum kröfutn um dýravernd, og þannig mætti lengi telja. En þetta hefur verið hverfandi hjá hinu. En hins vegar hefur orðið mikill misbrestur á, að mér bærust upplýsingar og efni frá sem flest- um, meðal annars frá félögum innan Sambands dýraverndunarfélaga íslands. Ég hef þegar getið þess, að samvinna mín og stjórnar samtakanna hefur verið eins og bezt verður á kosið, og einum manni í stjórninni á ég mjög mikið að þakka. Það er ritari Sambands dýravernd- unarfélaga íslands, Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi. Við hann het ég oft haft daglegt samráð uin málefni og málflutning og tengið lijá honum fjöl- margar upplýsingar, sem hata verið mér ómetan- legar í starfi mínu sem ritstjóri. Þá het ég yfirleitt átt vinsemd að mæta hjá stjórnarvöldunum, hvort sem ég hef leitað upplýsinga eða borið fram til- mæli, sem varðað hata framgang mikilsverðra mála — og það jafnt fyrir það, þó að stundum liafi ég ekki verið mjúkmáll í þeirra garð. Eins og getur hér að framan, heíur fjárhagur blaðsins ávallt verið erfður — og það einnig sein- asta áratuginn, enda er það svo, að þótt verð blaðs- ins væri fyrst hækkað í 25 krónur, síðan í 30 og loks í 50, er verðið eins og áður er á bent engan veginn í samræmi við sívaxandi tilkostnað, og þó að kaupendatala liafi aukizt um 50 af hundraði eða vel það síðustu tíu árin, hefði blaðið orðið samtökunum ofviða, ef innheimta hefði ekki verið í góðu lagi og til komið, sem áður getur, dugnað- ur núverandi gjaldkera við söfnun auglýsinga. Þegar Hjartar Hanssonar missti við, tók við af- greiðslunni Þorgils Guðmundsson, fulltrúi í Fræðslu- málaskrifstofunni. Hann er fæddur á Valdastöðum í Kjós árið 1882, var lengi íþrótta- og handíða- kennari á Hvanneyri og í Reykholti, en síðan 1947 verið við Jiað starf, sent hann gegnir enn. Þorgils er starfsmaður með atbrigðum og reglumaður um öll sín störf, og starf hans í þágu Dýraverndarans 18 D V R A V E R N D A R1N N

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.