Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 9
ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Það mætti ekki íyrnast yfir málin. Nei, — en hún væri sammála þeim ræðumönnum, sem bent hefðu á, að þetta rit ætti að bera nýtt nafn. Það mundi bara spilla fyrir því, að það héti Dýravinurinn, — þá yrði mönnum alltaf á að bera það saman við Dýravininn hans Tryggva, sem yfir væri dásamlegur Ijómi. „Og ltvað sögðu menn við þessu?“ spurði ég Jó- hann. Hann liló — það hlakkaði í honum: „Það voru eiginlega allir mát. Svo kom einhver með peningamálin, líka með það, að erfitt yrði að íá hæfan ritstjóra, því ekki mundi nú verða hægt að hafa hann á háum launum. Líka væri mikið komið undir afgreiðslu og innheimtu... En gamla konan gafst ekki upp. Hún sagðist ekki trúa öðru en einhverjir vildu styrkja útgáfu blaðsins, meðan það væri að komast af stað. Hún fyrir sitt leyti skyldi leggja fram dálitla upphæð, og hún vissi að minnsta kosti um einn mann — sér nákominn —, sem ætlaði sér að gefa upphæð, sem um munaði. Þá stóð upp tengdasonur hennar, Emil Rokstad, og bauð 300 króna framlag.“ „Nú, og hvað svo?“ sagði ég. „Svo var það, að Tryggvi, sem hafði setið þegj- andi og grafalvarlegur, næstum eins og hann hvorki heyrði né sæi, nema hvað það kom í ljós, þegar einhver bað um orðið, að hann var vel vakandi, stóð upp og tók af skarið... Annars man ég bezt eftir gömlu konunni." STÆRD OG VERÐ BLAÐSINS í HÁLFA ÖLD Ákveðið var, að blaðið skyldi heita Dýraverndar- inn. Nafnið mátti minna á Dýravininn, en ekki vera það sama. Blaðið kom aðeins út fjórum sinnum fyrsta árið og var 16 síður í Skírnisbroti, lesmál svipað á síðu eins og nú á einum dálki. Lesmál ár- gangsins fyrsta árið svaraði því til 32 blaðsíðna í blaðinu, eins og það er nú. En strax á næsta ári var Dýraverndarinn stækkaður. Brotið var sama og tölublöðin jafnstór og áður, en þeim var fjölgað um helming, urðu nú sex — og lesmál árgangsins, 48 síður, miðað við Dýraverndarann eftir að brot lians breyttist. í þessu formi kom blaðið út til árs- ins 1927 — eða 12 árgangar. Fyrsti árgangurinn kostaði aðeins 50 aura, og það verð hélzt í íjögur ár. Síðan var blaðið hækkað upp í eina krónu. Það var árið 1919. Það verð reyndist of lágt, Jarátt íyrir mikla sölu, og árin 1920—1921 kostaði blaðið hálfa aðra krónu, en síðan tvær krónur næstu fimm árin. Um áramótin 1926—27 var brot blaðsins stækkað, svo að það varð eins og það er enn þann dag í dag. Samtímis varð livert tölublað aðeins 8 lesmálssíður, en tölublaðafjöldi árgangsins varð ni'i átta í stað sex. Lesmálið varð sama á liverju tölublaði og verið hafði, þrátt fyrir stækkun blaðsíðnanna, svo að raun- veruleg stækkun blaðsins var sem nam fjölgun tölu- blaðanna úr sex í átta. Samtímis þessu hækkaði verð árgangsins úr tveimur krónum í þrjár, og við það verð var unað, þrátt fyrir siminnkandi kaup- endafjölda, allt til ársins 1942. Þá komst verðið í fimm krónur, enda var þá áhrifa heimsstyrjaldar- innar síðari tekið mjög að gæta í öllum kostnaði við útgáfu blaðsins. Þremur árum síðar var svo blaðið hækkað í tíu krónur, enda þaut upp allt verðlag í landinu eins og belgur, sem fylltur hefur verið léttri loíttegund. Við það verð var svo num- ið staðar i sex ár — eða til ársins 1951, hvað sem leið breyttu verðlagi á pappír, prentun, heftingu, myndamótum og burðargjöldum, en svo hækkaði blaðið í fimmtán krónur. Árið 1957 var það stækkað að miklum mun. Hvert tölublað varð sextán lesmálssíður, en sam- tímis var tölublöðum árgangsins lækkað úr átta í sex. Varð því árgangurinn 96 blaðsíður í stað 64 — og hafði ])á lesmál í blaðinu tvöfaldazt frá árinu 1926. Sama ár var verð blaðsins hækkað í tuttugu og fimm króntir og tveimur árum síðar í þrjátíu. Það verð helzt í þrjú ár, en þá var verðið ákveðið sama og það er nú, þ. e. fimmtíu krónur. Alltaf hefur verið lögð áherzla á, að blaðið væri sem allra ódýrast. Verð þess fyrir heimsstyrjöldina síðari var mjög lágt, en samt hefur það ekki verið hækkað neitt til líka við útgáfukostnað og stækkun blaðsins. Ef verðið ætti að vera hliðstætt því, sem það var 1939, mætti það ýkjulaust vera eitt hundrað og fimmtíu krónur nú í stað fimmtíu, og hafa þó laun ritstjóra og afgreiðslumanns alltaf verið og eru enn ósambærileg við annan kostnað. Nú er blaðið að lesmáli álíka og 200 blaðsíðna bók — og myndir margar og dýrar, en verð á slíkri bók væri aldrei undir 250 krónum — eða fimmfalt á við verð árgangsins. Þessi stefna um verðlag hefur ávallt valdið dýraverndunarsamtökunum miklum erfið- leikum og aðeins staðizt sakir þess, að reynt hefur DÝRAVERNDARINN 9

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.