Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 31

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 31
MUNCHAUSEN O G HVÍTABIRNIRNIR Miinchausen barón var þýzkur, eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu. Hann var frægur lyga- laupur, sagði fjölda af ýkjusögum, sem enn eru til, en slíkir menn hafa alltaf verið í öllum löncl- um, þótt enginn hafi orðið eins frægur og Miinc- hausen, en sögur hans hafa verið gefnar út í fjölmörgum löndum — meðal annars nokkrar á íslenzku í bók, sem gefin var út fyrir mörgtim árum. Frægastur af öllum íslenzkum lygalaupum hefur orðið Vellygni-Bjarni, en sögur af honum eru í Þjóðsiigum Ólafs Davíðssonar. Nú er hafís við íslancf, og það hefur verið rætt um það, að ef til vill hafi hvítabirnir borizt með honum alla leið til strancla íslands. Það hefur komið fyrir áður, og fregn barst um, að heyrzt hefði frá Tjörnesi clýrsöskur utan af ísnum ekki alls fyrir löngu. Stundum hafa livítabirnir hér áður á árum orðið mönnum að bana, en ekki eru nema nokkur ár, síðan einn hvítabjörn var skotinn í Hornvík. Hún er nú í cyði, en ísfirðingar, sem voru á ferð, skutu clýrið. Hvítabjörninn er feiknamikið dýr. Hann er 250 sentímetra langur — eða hálfur þriðji metri, og næstum hálfur annar metri á liæð. Fullvaxinn hvítabjörn vegur 800 kíló, enda er hann stærsta rándýr, sem til er. Landbjörninn er ekki nema 210 sentímetrar á lengd og rúmlega einn metri á hæð, og svipuð að stærð eru ljónin og tígrisdýrin. Flestir liafa heyrt talað um Filippus skipstjóra og ferðir hans norður í hafísinn. Við vorum perlu- vinir, og þess vegna var ég stundum með honum í þessum svaðilförum. Dag nokkurn, þegar við vorum komnir alllangt norður á bóginn, greip ég sjónaukann minn og skyggndist um, enda full þörf á að hafa augun hjá sér á svona ferðalögum. Um það bil hálfa mílu frá okkur var borgarjaki. Hann var miklu hærri en stórsiglan á skipinu okkar. Á þessum jaka kom ég auga á tvo hvítabirni, og ég sá ekki betur en þeir væru í hörkuáflogum. Ég var ekki lengi að hugsa mig um. Ég tók byss- una mína, hengdi hana á öxl mér og labbaði mig af stað út á ísinn. En þegar ég var kominn upp á borgarjakann, sá ég, að ekki var kálið sopið, þótt í ausuna væri komið. Oft varð ég að stökkva yfir hyldjúpar jökulsprungur, og víða var ísinn svo háll, að ég datt aftur og aftur kylliflatur og varð að skríða á fjórum fótum meira en ég gekk. En seint og um síðir komst ég þangað, sem birn- irnir voru, og nú sá ég, að þeir voru bara að fljúg- ast á að gamni sínu. Mér þótti nú bera lieldur vel í veiði, því hvítabjarnarfeldir eru ærið verðmætir, einkanlega af svona risastórum björnum. En um leið og ég lyfti byssunni, rann ég á hálkunni, datt kylliilatur og kom svo hart niður á hnakkann, að ég lá í roti iullan hálftíma. Ég varð ekki lítið hissa, þegar ég raknaði við og varð þess vís, að þessi óargadýr höfðu snúið mér við, svo að ég lá á grúfu. Og í sömu svipan og ég hafði gert mér grein fyrir þessu, beit annar björn- inn í rassinn á skinnbuxunum mínum og labbaði af stað með mig. Það er sízt að vita, hvert hann hefði farið með mig, ef mér liefði ekki tekizt að ná í vasahnífinn minn. Með honum stakk ég hann í annan afturfótinn. Hann rak upp þetta líka litla öskur og sleppti mér í einu vetfangi. Þá tókst mér að ná í byssuna mína og koma á hann skoti, svo að hann steinlá. Nú hafði mér tekizt að leggja eitt af þessum háska- DÝRAVFRNDARINN 31

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.