Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 32

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 32
dýrum að velli, en skothvellurinn vakti mörg þús- und annarra dýra, sem höfðu Iegið steinsofandi á jakanum. Svo komu þau æðandi úr öllum áttum. Og nú hefði verið úti um mig, ef mér hefði ekki dottið heillaráð í hug. Ég var heldur ekki lengi að ílá björninn dauða og vefja utan um mig feldinum. Og ekki mátti ég seinni vera, því nú kom eitt dýrið af öðru og þefaði að mér, og til allrar lukku héldu þau, að ég væri eitt úr þeirra hópi, en meðan á rannsókninni stóð, var ég ýmist bullsveittur eða ísjökulkaldur. Ég var vitaskuld ofurlítið minni en þeir stærstu, en svo voru þarna ungbirnir í hópn- um, sem voru svipaðir að stærð. Ég reyndi nú að haga mér sem líkast hvítabirni, en hvernig sem ég öskraði og hvernig sem ég lagði mig fram, gat ég hvorki orðið jafnoki hinna í öskr- um né áflogum. Og hvað sem öðru leið, var ég nú einu sinni maður, en ekki hvítabjörn. Allt í einu mundi ég eftir því, að gamall læknir hafði sagt mér, að ef skorin væri i sundur mænan í einhverri skepnu, þá dytti hún niður steindauð. Svo laumaðist ég þá til að reka hnífinn minn niður í bakið á einum birninum rétt fyrir framan herða- kambinn. Hann steinlá. Ég gekk að öðrum, og allt fór á sömu leið. Og svona hélt ég áfram, því að hvítabirnirnir héldu, að þeir, sem lágu grafkyrrir, væru bara steinsofandi. Og svona banaði ég þeim öllum. Þið getið svo ímyndað ykkur, hve montinn ég var, þegar ég hafði lagt þá alla að velli. Mér datt í hug hann Samson úr biblíusögunum mínum. Svona hreykinn hlaut hann einmitt að hafa verið, þegar hann var búinn að rota alla Filisteana með asnakjálkanum. Ég llýtti mér nú þangað, sem skipið lá, og þar varð uppi fótur og fit. Allir fóru með mér og keppt- ust við að flá birnina. Þetta tók marga klukkutíma, og þegar búið var að flytja allt kjötið og alla feld- ina á skipsfjöl, var skipið orðið sökkhlaðið. Skipið var gert út frá Lundúnum, og þegar jjang- að kom, sendi ég borgarstjóranum og fleiri góðum og giklum borgurum sitt bjarnarlærið hverjum. Og jsetta var nú heldur betur metið við mig. Það kom ekki sá kosningadagur í Lundúnum upp frá Jtessu, að ég væri ekki boðinn til miðdegisverðar i ráðhús- inu. Siðan sendi ég Katrínu Rússadrottningu svo marga bjarndýrafeldi, að hún gat látið sauma sér og allri hirðinni loðkápur, sem engin vopn bitu, Gamall hoilvinur dýranna látinn Þegar Dýraverndarinn var að fara í prentun, barst ritstjóranum fregn um lát Ólafs Ólafssonar, fyrr- verandi kaupmanns, sem í tuttugu og tvö ár var gjaldkeri Dýraverndtinarfélags íslands. Hann lézt á heimili sinu hér í borginni 25. marz s.l. — Hans verðtir nánar getið í næsta blaði. auk þess sem Jiær voru ljómandi íallegar. Ég sagði henni, að Jiær væru góðar í stríðinu við Tyrkjann. Nema Katrín skrifar mér og býður mér sjálfa sig og allt ríkið. En af því að ég er ekki fyrir Jiess háttar upphefð, þá skrifaði ég henni aítur og sagði henni, að ég væri allt of ógöíugur maður handa henni, enda væri ég ekki heppilegur, síðan ég hefði drepið birnina, Jiví að ég væri svo sterkur, að ef ég faðmaði að mér konu, Jjá bryti ég í henni hvert bein. En annars er kvenfólk alveg hreint eins og viti sínu fjær, ef Jtað sér mig. Það vill allt eiga mig. Svona var Jjað í Lundúnum; ég hafði Jjar engan frið og flýtti mér að ráða mig í nýja sjóferð, Jxir sem enginn kvenmaður var innanborðs. En söguna af Jjeirri ferð segi ég ykkur ekki núna. Gjöí til Dýraverndarans Til styrktar Dýraverndaranum hefur mér borizt hundrað króna gjöf frá ónefndum. Hilmar NorðfjörtJ. NÆSTA BLAÐ kemur út í apríllok og síðan koma 3 blöð, ltí síður hvert. í næsta blaði birtast sam- Jjykktir aðalfundar. DÝRAVERNDARINN Útgcfandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstjói i: Guðiuundur Gíslason Hagalín. Póstliólf 1342, Reykjavik. Sínii 18340. Verð blaðsins er kr. 50.00. Gjalddaginn 1. april. Afgrciðslumaður er Ingimar Jóhannesson, Laugarasvegi 47, simi 33021. Daglega er unnt að greiða blaðið á Fræðslu- málaskrifstofunni frá kl. 9-—12 f. h., og er æskilegt, að kaupendur komi þar sem flestir við og greiði andvirði Dýraverndarans. Simi er þar 18340. Prentsmiðjan Oddi h.f., Reykjavik. 32 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.