Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 25

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 25
málaráðherrann og yfirmann allra löggaezlumanna á landi hér, Jóhann Hafstein, og loks landbúnaðar- ráðherrann Ingólf Jónsson, allt röggsama menn og gædda ríkri ábyrgðartilfinningu: Vita þeir ekki, að til eru lög um það, að allir bændur landsins skulu að haustnóttum eiga fóður- birgðir lianda öllum sínum búpeningi? Vita þeir ekki, að til eru íorðagæzlulög? Vita þeir ekki, að til eru lög um það, að allir bændur skuli eiga liús yfir bústofn sinn? Vita þeir ekki, að til eru mjög íullkomin og mannúðleg heildarlög um dýravernd? Allir munu þeir vita þetta, þótt hér sé svona spurt. En vita þeir þá ekki, að það er síður en svo, að allir bændur eigi nóg fóður, ef eitthvað kynni á að bjáta? Vita þeir ekki, að forðagæzlan er sums staðar ekki framkvæmd — og að víða er hún ekkert nema kák, sem enginn tekur mark á? Vita þeir ekki, að það mun hrein undantekning, að stóðeigendur eigi hús yfir <)11 sín hross? Vita þeir þetta ekki, þrátt fyrir bersögli yfirvalda um þessi mál og manna eins og Páls heitins Zóphóníassonar, svo að ekki sé nú talað um sífellda ámálgun þessará staðreynda hér í blað- inu? Ef þeir vita þetta ekki, þá er það skýlaus skylda þeirra að ganga úr skugga um, livort þessu er svona varið — og ef svo reynist láta framfylgja lögum landsins. Ef þeir hins vegar vita þetta, er aðgerða- leysi þeirra lítt skiljanlegt. Það hlýtur þá að stafa af því, að þeir telji öll þessi lög óþörf og ósann- gjörn, en þá ber þeim að leggja til við hæstvirt Alþingi, að þau séu þegar á þessu þingi numin úr gildi. Það væri svo sem ekki ýkjafjarri lagi að minnast hingaðkomu hafíssins á þann hátt, að fram komi stjórnarfrumvarp á þingi menningar- og vel- ferðarríkisins íslands um að nema úr gildi lög um að bændur skuli eiga á veturnóttum nægilegt fóður handa bústofni sínum og hús handa honum, lög um forðagæzlu — og svo allan liinn mikla lagabálk frá 1957 um dýravernd! Dýraverndarinn leyfir sér að vænta þess, að þrátt íyrir illt fordæmi margra undangenginna ríkis- stjórna, bregði núverandi stjórn við — og þá ekki sízt þrír áðurnelndir ráðherrar — og láti verulega að sér kveða í þessu stórmáli, sem hér hefur verið um fjallað. Svo mun þess þá lengi minnzt, að hafís hafi kom- ið upp að ströndum íslands það herrans ár 1965! ^.ncfótu Leóenclurnir SÆKÝR Þótt undarlegt megi virðast, telja dýrafræðingar að sækýrnar séu skyldari fílum, heldur en selum og hvölum. Þær missa jaxlana á ungum aldri eins og fílarnir og fá aðra í staðinn, og spenarnir eru á bringunni milli hinna löngu hreifa, og á fílun- um eru þeir milli framfótanna. Er talið, að fílarnir Amerisha seehúategundin. og sækýrnar eigi sér sameiginlega torfeður, þó að margir séu ættliðirnir, sem lifað hafa, síðan þeir forfeður voru uppi. Sækýrnar lifa á þangi, marhálmi og jurtum, sem vaxa í síkjum við strendur hitabeltislanda og í ár- ósum slíkra landa. Stundum synda þær um flóð upp í vötn og síki, þar sem þær fjarar uppi, og þegar svo ber undir, er heldur en ekki uppi fótur og fit hjá þeim villtu eða hálfvilltu kynþáttum, sem búa í nándinni, því að þeim þykir sækúakjötið lneinasta hnossgæti. Fara þeir að sækúnum vopnað- ir spjótum, reka upp stríðsöskur og bana hinum varnarlausu dýrum, draga síðan skrokkana á land og dansa í kringum þá sigurdans, eins og þeir hati unnið frækilegasta sigur á einhverju af hinum háskalegustu dýrum fenjaskóga liitabeltisins. Augun í sækúnum eru lítil, og eyrun eru ekki sýnileg í fljótu bragði, því að þau eru aðeins litlar holur. En trýnið er digurt og alllangt og á því hálfmánalagaðar nasaholur, sem lokast milli þess sem dýrið dregur andann. Sækýrnar eru varaþykkar 1) Ý R A V ERNDARINN 25

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.