Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 14
ekki væri það opinber félagsskapur. Jón var snemma riti'ær og gaf út skrifuð sveitablöð í átthögum sín- um„ og hann hafði mikið yndi af söng- og hljómlist. Hann var og hinn mesti fróðleiksmaður á alþýðleg fræði, og eru bækurnar Austantórur, tvö stó bindi, ljóst vitni Jæss. Jón hafði tvo um sjötugt, ]tá er hann tók að sér að sjá um útkomu Dýraverndarans, þang- að til annar yngri maður væri fenginn, og komu að- eins út undir hans stjórn 5 tölublöð ársins 1937 og fyrsta blað næsta árgangs. Hann mun ekki haía talið J)að sitt hlutverk að breyta blaðinu og móta að meira eða minna leyti form Jtess í framtíðinni, en samt kemur ])að skýrt í Ijós í greinum, sem hann skrifaði sjálfur í blaðið, að hann taldi Jtess fulla Jjörf að stugga við ýmsu á vettvangi dýraverndunar- málanna. Jón Iézt áttræður árið 194(i. Dr. Símon Jóhannes Ágústsson varð til að leysa vanda stjórnar Dýraverndunarfélags íslands og taka að sér ritstjórn Dýraverndarans, |>egar eitt tölublað hafði komið út af árganginum 1938. Hann er fædd- ur í Kjós í Reykjarfirði á Ströndum árið 1904, varð stúdent 1927 og stundaði síðan háskólanám í upp- eldisfræði og heimspeki í Frakklandi og Þýzkalandi og varði doktorsritgerð við Parísarháskóla árið 1936. Hann stundaði síðan kennslu og skólastjórn í Reykjavík, varð ráðunautur barnaverndarnefndar og barnaverndaráðs árið eftir heimkomu sína, en prófessor við Háskóla íslands 1945. Hann er Jjjóð- kunnur fyrir bækur sínar og ritgerðir og snjall rit- höfundur. Mun stjórn Dýraverndunarfélags íslands hafa gert sér góðar vonir um ritstjórn Iians, en Jjví mun hann hafa tekið hana að sér, að hann hafði Sigurður Helgason, rilhöfundur og freeöimaður. frá barnæsku verið hrifinn af dýrum, og hefur verið J>að æ síðan. En hvort tveggja var, að hann var orðinn ntjög störfum hlaðinn og að honum mun liafa virzt ósýnt um, hver skilyrði væru til að breyta Dýraverndaranum þannig, svo sem var fjárhagur hans og félagsins, að líklegt væri til íramtíðarárang- ur,s enda varð sú raunin, að hann hélt á blaðinu sarna sniði og verið hafði og lét af ritstjórninni um næstu áramót. Nú tók við blaðinu Páll Steingrímsson, rithöf- undur. Hann var fæddur að Flögu í Vatnsdal árið 1879, varð rúmlega tvítugur starfsmaður í pósthúsi Reykjavíkur og var ]>ar síðan starfandi fram til árs- ins 1924, mörg seinustu árin sem póstfulltrúi. Hann varð J>á ritstjóri Visis og einn af eigendum blaðs- ins, og var Jtað síðan aðalstarl hans, nteðan heilsan leylði. Hann lézt árið 1947. Páll var maður list- rænn og skáldlmeigður og mun liala samið allmargt skáldrita, Jaótt fátt eitt kæmi fyrir sjónir almenn- ings. Leikfélag Reykjavíkur sýndi eftir hann leikrit, og minnist ég sérstaklega einjjáttunga, sem sýndir voru veturinn 1917—18. Þeim var allvel tekið, og ennþá eru áhrif Jteirra mér í svo ljósu minni, að ég hygg, að mjög mikið hafi verið í þá spunnið. Hann birti og nokkrar athyglisverðar smásögur í jólablöðum Visis, og Jtykir mér líklegt, að hann hafi verið einn af Jteim mönnum, sem orðið lietðu nterkisskáld, ef aðstæður hefðu verið aðrar. Páll Steingrímsson var prúðmenni og drengskaparmað- ur, og Jíó að hann væri lengi ritstjóri að pólitísku dagblaði, var hann maður óáleitinn og frekast hlé- 14 DÝR AV ER N DARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.