Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 21

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 21
Sigrar og ósigrar í stóru máli Reglugerð er kornin út um meðferð olíuúrgangs landstöðva og viðurlög við brotum á henni, og bráðlega mun lögð fyrir Alþingi heimild handa ríkisstjórninni til undirskriftar, sem gerir Island aðila að alþjóðasamþykktinni frá 1962 gegn olíu- mengun sjávar. En liins vegar er samningurinn við Rússa um alla olíuflutninga til landsins ógnun við fuglalíf og ýmsan sjávar- og fjörugróður. Loks er hún þá komin sú reglugerð, sem lengi hefur verið beðið eftir til þess að unnt væri að gera virka í höfnum hér á íslandi alþjóðasamþykktina frá 1954 gegn olíumengun sjávar, og ekki mun heldur líða á löngu, unz íslenzka utanríkisráðuneyt- ið óskar heimildar frá Alþingi til að undirrita sam- þykktina frá 1962, en þar er lagt bann við því, að losuð sé olía eða olíumengað skolvatn úr skipum nær landi en 100 sjómílur. Með þeirri samþykkt er tekið fyrir það, að unnt sé að menga ýmis innhöf, eins og til dæmis Nprðursjóinn og Eystrasalt, með olíu, þó ekki fyrr en öll lönd, sem liggja að slíkurn innhöfum, hafa gerzt aðilar að Lundúnasamþykkt- unum. Reglugerðin, sem um getur hér að ofan og birt er í þessu tölublaði Dýraverndarans, er ekki löng eða margbrotin, og mætti virðast svo, að hún væri ekki sérlega vandsamin, en samt hefur það tek- ið á þriðja ár að semja hana, og hefur stuudum sitthvað unnizt fljótar hjá íslenzkum stjórnarvöld- um. Hins vegar ber þó að þakka, að það hetur verið gert og að skipaskoðunarstjóri ríkisins, Hjálmar Bárðarson, hefur verið skipaður til að hafa eftirlit með því, að reglugerðinni verði framfylgt. Með henni og síðan aðild íslands að Lundúnasamþykkt- inni frá 1962 hefur Samband dýraverndunarfélaga íslands unnið mikinn sigur í stóru máli, sem varðar ekki aðeins vernd íslenzkra sjófugla, heldur náttúru- vernd og þjóðarhagsmuni í stærri stíl en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir, þar sem í húfi er, auk sjófuglanna, fjörugróður umhverfis landið, líf skeldýra og jafnvel margvíslegur sá gróður sjávar, sem er skilyrði fyrir klaki nytjafiska. En barátta dýraverndunarsamtakanna fyrir þessu mikilvæga Dauðinn siglir i Itjölfar þessara skipa. máli hófst með ávarpi því, sem stjórn þeirra birti í fyrsta tölublaði Dýraverndarans 1954, svo að nú eru liðin 11 ár, síðan þau tóku að beita sér fyrir málinu. En samtímis þeirn sigri, sem hér er getið, hefur Sambandið beðið allmikinn og óvæntan ósigur. ís- lenzka ríkið santdi fyrir árslok 1964 um kaup á olíu frá Ráðstjórnarríkjunum, eins og undanfarin ár, en sá böggull fylgcli skammrifi, að rússnesk skip flyttu alla olíuna hingað í stað hins íslenzka olíu- skips. sem þá flutninga hefur annazt til þessa, en með þessu rnóti fékkst nokkur lækkun á olíunni. Hins vegar var þess svo ekki gætt, þegar samið var við Rússana, að þeir liafa ekki enn gerzt aðilar að Lundúnasamþykktunum gegn olíumengun sjávar, og eru því ekki rússnesku skipin, sem hingað ílytja olíu, skyld til að hlíta reglum þeirra samþykkta nerna innan íslenzkrar landhelgi, og verður trú- D Ý RAV ERND A R1 N N 21

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.