Hugur - 01.01.1989, Síða 7
ÞORSTEINN GYLFASON
LUDWIG WITTGENSTEIN
FLUTT Á FUNDI FÉLAGS ÁHUGAMANNA UM HEIMSPEKI
SUNNUDAGINN ÍSTA OKTÓBER 1989
I
Á síðasta fundi þessa félags talaði prófessor Philippa Foot um
dygðina og hamingjuna. Þá sagði hún meðal annarra orða að
hún teldi Ludwig Wittgenstein vera langsamlega mesta heim-
speking þessarar aldar og jafnvel þótt lengra væri haldið aftur
í tímann. Þetta hefur fleirum þótt, og áhrif Wittgensleins hafa
verið eftir því. Og þótt þau hafi eins og að líkum lætur verið
mest á atvinnuheimspekinga, hafa þau náð langt út yfir þcirra
raðir til málfræðinga og sálfræðinga, listfræðinga og guð-
fræðinga, stærðfræðinga og eðlisfræðinga. Samt skrifaði
Wittgenstein ekki nema tvær bækur um dagana þótt hann gerði
drög að mörgum: hina fyrri 75 blaðsíður, Rökfrxðilcg riígerð
um heimspeki sem var sjö ár í smíðum,1 hina síðari 232 síður
sem tók hann sextán ár í strangri vinnu og kom ekki út fyrr en
hann var allur. Hún heitir Rannsóknir íheimspeki.2 3 Formálinn
að henni er skrifaður 1945 og honum lýkur á þessum orðum:
Ég veit ekki hvort ég geri rétt í því að láta þessa bók frá mér
fara. Það er ekki alveg óhugsandi að þrátt fyrir það live
fátækleg hún er, þá verði það hlutskipti hennar í myrkri
þessara tíma að bregða upp birtu í hugskoti einhvers sem les
hana. En auðvitað eru litlar líkur á því.
Mér þætti nriður ef bók mín sparaði öðrum ómakið af því að
hugsa. Hitt vildi ég, ef þess væri nokkur kostur, að hún
örvaði aðra til að hugsa sjálfir.
Ég hefði viljað skrifa góða bók. Það hef ég ekki gert, en það
er orðið um seinan að bæta þar urn.3
t Ludwig Wittgenstein: Tractatus Logico-Philosophicus, Routledge &
Kegan Paul, London 1922. Ný útgáfa með nýrri enskri þýðingu kom
út hjá sama forlagi 1961.
2 Ludwig Wittgenstein: Philosophical Investigations, Basil Blackwell,
Oxford 1953.
3 Ludwig Wittgenstein: Philosophical Investigations, x.