Hugur - 01.01.1989, Side 9

Hugur - 01.01.1989, Side 9
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON Það þarf naumast frekari vitna við um það að hér heldur sérkennilegur maður á penna. Jafnvel svo sérkennilegur að lýsing Bertrands Russell á honum ungum kemur ekki alveg á óvart: Wittgenstein var skýrasta dæmi sem ég hef þekkt um snilling eins og menn hugsa sér snillinga oftast nær. Hann var ákafamaður, djúpur hugsuður, gagntekinn af ástríðu og yfirgangssamur. En yfir honum öllum var einhver hreinleiki eða heiðríkja sem ég hef aldrei kynnzt hjá öðrum mönnum - nema George Moore. Einhvern tíma hafði ég hann með mér á fund í brezka heimspekingafélaginu, Aristotclian Society, þar sem voru alls konar asntir sem ég kom kurteislega fram við. Að fundinum loknum var hann viti sínu fjær yfir siðspillingu minni að hafa ekki sagt þessum mönnum hvílíkir fáráðlingar þeir væru... Hann kom til mín á stúdentsárum sfnum á hverju kvöldi um niiðnætti og óð um herbergið eins og ljón í búri... Einu sinni spurði ég hann hvort hann væri heldur að hugsa um rökfræði eða um syndir sínar. „Hvort tveggja!" sagði hann og hélt áfram að æða um. Ég stillti inig alltaf um að hafa orð á því að kominn væri háttatími, því okkur virtist báðum trúlegt að þegar hann færi frá mér mundi hann stytta sér aldur.7 II Rökfræðileg ritgerð uin heimspeki var samin í Cambridge, í ferðalögum til Noregs og íslands og í skotgrafahernaði Austurríkismanna á austurvígstöðvunum á styrjaldarárunum fyrri. Hún fjallar eins og nafnið bendir til fyrst og fremst um rökfræði. Rökfræðin sem um er að ræða er sú nútímarökfræði sem þeir Gottlob Frege og Bertrand Russell áttu mestan þátt í að koma á laggirnar, oft nefnd stærðfræðileg rökfræði til aðgreiningar frá hefðbundinni rökfræði. En hún fjallar líka, á sínum 75 blaðsíðum, um alla aðra heimspeki en rökfræði. Það sem meira er: höfundurinn taldi sér trú um að honum hefði tekizt í fyrsta sinn að ráða gátur heimspekinnar, allar sem eina, í eitt skipti fyrir öll. Hugsunin á bak við þessa trú var sú að 7 Bertrand Russell: The Autobiography ofBertrand Russell 1914-1944, bls. 98-99. 7 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.