Hugur - 01.01.1989, Side 9
HUGUR
ÞORSTEINN GYLFASON
Það þarf naumast frekari vitna við um það að hér heldur
sérkennilegur maður á penna. Jafnvel svo sérkennilegur að
lýsing Bertrands Russell á honum ungum kemur ekki alveg á
óvart:
Wittgenstein var skýrasta dæmi sem ég hef þekkt um snilling
eins og menn hugsa sér snillinga oftast nær. Hann var
ákafamaður, djúpur hugsuður, gagntekinn af ástríðu og
yfirgangssamur. En yfir honum öllum var einhver hreinleiki
eða heiðríkja sem ég hef aldrei kynnzt hjá öðrum mönnum -
nema George Moore. Einhvern tíma hafði ég hann með mér á
fund í brezka heimspekingafélaginu, Aristotclian Society, þar
sem voru alls konar asntir sem ég kom kurteislega fram við.
Að fundinum loknum var hann viti sínu fjær yfir siðspillingu
minni að hafa ekki sagt þessum mönnum hvílíkir fáráðlingar
þeir væru... Hann kom til mín á stúdentsárum sfnum á hverju
kvöldi um niiðnætti og óð um herbergið eins og ljón í búri...
Einu sinni spurði ég hann hvort hann væri heldur að hugsa
um rökfræði eða um syndir sínar. „Hvort tveggja!" sagði
hann og hélt áfram að æða um. Ég stillti inig alltaf um að hafa
orð á því að kominn væri háttatími, því okkur virtist báðum
trúlegt að þegar hann færi frá mér mundi hann stytta sér
aldur.7
II
Rökfræðileg ritgerð uin heimspeki var samin í Cambridge, í
ferðalögum til Noregs og íslands og í skotgrafahernaði
Austurríkismanna á austurvígstöðvunum á styrjaldarárunum
fyrri. Hún fjallar eins og nafnið bendir til fyrst og fremst um
rökfræði. Rökfræðin sem um er að ræða er sú nútímarökfræði
sem þeir Gottlob Frege og Bertrand Russell áttu mestan þátt í
að koma á laggirnar, oft nefnd stærðfræðileg rökfræði til
aðgreiningar frá hefðbundinni rökfræði. En hún fjallar líka, á
sínum 75 blaðsíðum, um alla aðra heimspeki en rökfræði. Það
sem meira er: höfundurinn taldi sér trú um að honum hefði
tekizt í fyrsta sinn að ráða gátur heimspekinnar, allar sem eina,
í eitt skipti fyrir öll. Hugsunin á bak við þessa trú var sú að
7 Bertrand Russell: The Autobiography ofBertrand Russell 1914-1944,
bls. 98-99.
7
L