Hugur - 01.01.1989, Page 12

Hugur - 01.01.1989, Page 12
LUDWIG WITTGENSTEIN HUGUR - hann var raunar verkfræðingur að mennt þótt hann væri sem slíkur sérfróður um þrýstiloftshreyfla en ekki um byggingar - og teiknaði og byggði mikið hús fyrir systur sína Margaret Stonborough. Það hús er nú friðað í Vínarborg og heitir Haus Wittgenstein. Það þykir marka tímamót í byggingarlist borg- arinnar. Ég hef átt þess kost að skoða það, og get borið því vitni að það er ævintýraleg listasmíð í smáu og stóru. í Vín titlaði Wittgenstein sig húsameistara, en hvorki háskóla- kennara né heimspeking, til æviloka. Árið 1929 verða straumhvörf. Hann byrjar aftur að fást við heimspeki. Það er lítið vitað um ástæðumar til þessara umskipta. Einhvers staðar stendur að hann hafi heyrt hollenzka stærðfræðinginn Brouwer, höfund svonefndrar innsæis- kenningar um stærðfræði, halda fyrirlestur í Vín og þar með hafi kviknað í honum aftur.12 Hvað um það: hann heldur til Cambridge á Englandi og gerist þar rannsóknarfélagi og síðar háskólakennari í heimspeki. Þar tekur hann til við að setja saman nýja heimspeki, fyrst í handritinu Athugasemdir um heimspeki sem ég vitnaði í hér áðan. Þessi nýja heimspeki er að mörgu leyti gerólík hinni fyrri með þeim afleiðingum að oft er með Wittgenstein farið sem tvo sjálfstæða heimspekinga. Ég ætla að fá að geta þess strax að ég er einn af þeim sem telja eindregið að Wittgenstein sé einn heimspekingur en ekki tveir. Ég þykist meira að segja hafa nýstárleg rök fyrir þessari skoðun, og ég ætla að reyna að koma þeim á framfæri, í nokkum veginn skiljanlegum búningi, í þessu máli mínu. III Rökfræðileg ritgerð um heimspeki er margslungið verk þótt það sé ekki langt, og það má fara margar leiðir að því og margar leiðir um það. Ég fer mína leið í því skyni að vekja hugboð um efni þess í sem stytztu máli. Bókin fjallar um rökfræði og rökfræði fjallar um setningar. Raunar stóð það til um tíma að bók Wittgensteins héti Setningin (Der Satz). 12 Georg Henrik von Wright: „A Biographical Sketch“, bls. 25. Brian McGuinness: Wittgenstein a Life: Young Ludwig 1989-1921, bls. 76. 13 Annar sömu skoðunar er til dæmis Anthony Kenny í bók sinni Wittgenstein, Allen Lane, The Penguin Press, London 1973. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.