Hugur - 01.01.1989, Page 25
INGIMARINGIM ARSSON
MARTIN HEIDEGGER*
(26-09-1889-26-05-1976)
ERINDI í FÉLAGIÁHUGAMANNA UM HEIMSPEKI
SUNNUDAGINN ÍSTA OKTÓBER 1989.
Æfí
Það er lítið til skráð um æfi I leideggers nema óbeint í verkum
hans og í upplýsingum um nám hans og störf.1 Um einkalíf sitt
var hann fámáll og afstaða hans til æfisöguritunar verður ef til
vill best lýst með tilvitnun í hann sjálfan er hann dag einn gerði
nemendum sínum grein fyrir lífshlaupi Aristótelesar með þess-
um orðum: „Hann fæddist, starfaði og dó.“
Eftirfarandi er byggt á brotum sem ég safnaði saman í
fljótheitum: Hann fæddist 26. september árið 1889 í Messkirch
í Þýskalandi. Faðir hans, sem hét Friðrik, var meðhjálpari og
verkstjóri í tunnuverksmiðju og móðir hans Jóhanna var fædd
Kempf. Þau voru bæði kaþólsk, tekur Ileidegger fram í æfi-
ágripi sem hann lét fylgja doktorsritgerð sinni. Hann átti eina
systur, Maríel, sem lést ung en bróðir hans og náinn sam-
starfsmaður alla æfi hét Fritz. Heidegger kvæntist árið 1917
Elfriede Petri sem hafði verið nemandi hans. Þau áttu tvo syni,
* Þorsteinn Gylfason dósent varð til þess að ég flutti þetta erindi. Hann
og Hólmfríður S. Svavarsdóttir kona mín lagfærðu orðalag og gáfu
ráð um efnistök. Þeim færi ég góðar þakkir. Mér er það mikil ánægja
að fá birta þessa frásögn við hliðina á fyrirlestri eftir góðan vin og einn
af fyrstu kennurum mínum í heimspeki.
t Heidegger er yfirleitt afar ópersónulegur í verkum sínum.
Undantekningíu- eru m.a. Mcin Weg in die Phiinomenologie, Max
Niemeyer Verlag, Tiibingen 1969; Ein Vorwort, Bricf an P. William
J. Richardson, Martinus Nijhoff, La Ilaye 1963; Uber das
Zeitverstandnis in der Phiinomenologie und im Denken der Seinsfrage,
Badenia Verlag, Karlsruhe 1969.
Um störf hans, nám og verk er sagt m.a. í L'IJerne - Martin
IJeidegger, ed. de Herne, Paris 1983, bls.7-24;
Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar um æfi Heideggers. Tvær nýlega:
Victor Farias: Heidegger et le nazisme, Editions Verdier 1987, og
Otto: Unterwegs zu einer Biographie. 1 báðum bókunum em færð rök
að því að Heidegger hafi alla tíð verið sannfærður nasisti.