Hugur - 01.01.1989, Side 27
HUGUR
INGIMAR INGIMARSSON
Heidegger bjó lengst af í Svartaskógi. Eftir hann liggur
fjöldi verka, bæði útgefinna og óútgefinna. Arið 1977 hófst
heildarútgáfa á verkum hans og þar með eru taldir fyrirlestrar
og námskeið. Upphaflega áttu bindin að verða 57 en þau eru
farin að nálgast sjöunda tuginn.* * * * 5
Heidegger lést árið 1976 eins og fram er komið.
Heimspekin
Til að segja frá hugsun Heideggers þyrfti miklu meiri tíma en
þær þrjátíu mínútur sem hér em í boði. Henni verður ef til vill
best lýst með því að að segja að hún sé á mörkum heim-
spekinnar. Sjálfur sagðist hann iðka fyrirbærafræði eða vem-
fræði og vísaði þá í læriföður sinn Edmund Husserl.6 Lítið sem
ekkert er til um Heidegger á íslensku, en til hans er hins vegar
vitnað í nokkmm ritgerðum og greinum. Ytarlegast þó að ég
held í bók Þorsteins Gylfasonar, Tilraun um manninn, og Páls
Skúlasonar, Hugsun og veruleika, en í hvorugu tilvikinu þannig
að það gefi einhverja heildarmynd af verkum hans eða áhrifum
hans á heimspeki tuttugustu aldar.7 Ég ætla mér ekki að reyna
að bæta úr þessu. Ég treysti mér einfaldlega ekki til þess hér.
Hins vegar fullyrði ég að fáir ef nokkrir heimspekingar hafi
haft jafn mikil Qg víðtæk áhrif á heimspekilega umræðu á með-
umræðu um þetta. Ég er raunar þeirrar skoðunar að hún skipti engu
um skilning á hugsun Heideggers. Sjá ennfremur Jacques Taminiaux:
Lectures de l'ontologie fondamentale. Essais sur Heidegger. Editions
Jerome Millon, Collection Krisis, Grenoble 1989.
5 Martin Heidegger. Die Griindprobleme der Phiinomenologie,
Gesamtausgabe, Band 24, Vittorio Klostermann 1975, bls.471-476.
6 Edmund Husserl var uppi 1859-1938 og var sá
samtímaheimspekingur sem mest mótaði Heidegger. Bók hans
Logische Untersiichungen sem kom út aldamótaárið var eitt af
eftirlætisverkum Heideggers, en þar er sett fram djörf kenning um
merkingarhugtakið. Annað verk Husserls sem Heidegger hélt mikið
upp á og mótaði alla hans hugsun er Philosophie als Strenge
Wissenschaft, stutt rit frá 1911. Husserl hafði umtalsverð áhrif á
Gottlob Frege, sem talinn er einn fremsti rökfræðingur þessarar aldar.
Undirstöður reikningslistarinnar, HIB, Reykjavík 1989. Þá er ótrúlega
algengt einhverra hluta vegna að vitnað sé í verk Husserls til stuðnings
tilteknum kenningum í sálarfræði. Líklegast er það vegna þess að heiti
margra verka hans vísa til sálarfræði, en ekki vegna þess sem um er
fjallað íþeim.
7 Þorsteinn Gylfason. Tilraun um manninn, Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1970. Páll Skúlason. Hugsun og veruleiki, Hlaðbúð,
Reykjavík 1975.
25