Hugur - 01.01.1989, Síða 35
HUGUR
INGIMAR INGIMARSSON
kunnugt leiðslubókmenntir með jafnopinskáum hætti og í
Ástæðulögmálinu. Fimmti lesturinn er úrslitaatriði í því sam-
bandi en þar setur hann fram túlkun á ljóðlínum eftir leiðslu-
skáldið Angelus Silesius.
1 fyrirlestrunum tekur Heidegger fyrir fjórar útgáfur af
lögmáli Leibniz. Þrjár eru frá Leibniz sjálfum en þá fjórðu
ályktar hann af útgáfum Leibniz. Útgáfumar eru hver annarri
nákvæmari.
Fyrsta útgáfan er almenn eða einföld: Ekkert er án ástæðu.
Hún segir okkur frá nauðsyn heimspekinnar meðal annars til að
setja sér eigin forsendur. Önnur útgáfan verður: Ekkert er
nema hægt sé að gefa í'yrirþvíástæðu. Hún sýnir okkur að við
látum okkur ekki nægja að mynda aðeins þekkingarkerfi í ljósi
hennar heldur látum við þetta gilda um alla skapaða hluti, - allt
sem er. Þriðja útgáfan af lögmáli Leibniz segir að ekkeit sé án
þess að hægt sé að gefa einhlíta ástæðu fyrir tilvist þess.
Þetta er sú útgáfa lögmálsins sem okkur er tömust og
aðalatriði er orðið „einhlítur". Hér áttum við okkur á því, segir
Heidegger, að lögmálið tengist því að búa til, og þetta auð-
veldar skilning á því hvernig lögmál Leibniz verður undir-
staðan að tækni nútímans. Hlutur er það sem lagt hefur verið
fram, framleitt, búið til. Sem tilbúinn hlut verður að fullgera
hann og framleiðslan verður þá að nægja eða duga til þess; hún
verður að vera einhlít eða fullnægjandi. Þessi sérstaka fram-
setning á lögmálinu er ekki orðaleikur segir Heidegger heldur
leiðir hún í ljós það sem felst í hugsun Leibniz; viðleitni til að
hafa tæknileg tök á raunveruleikanuin og þá stjórn á honum
sem tæknilegur skilningur gerir mögulega.
Fyrsta útgáfan af lögmáli Leibniz er einföld: „ekkert er án
ástæðu.“ Önnur er afmarkaðri vegna þess að í henni er bætt við
því sérkenni reglunnar að ekkert sé nema hægt sé að gefa fyrir
því ástæðu, með öðrum orðum færa að því rök. Þriðju útgáf-
una kallar Heidegger hina „fullkomnu“ útgáfu lögmálsins
vegna þess að hún afmarki hina gefnu ástæðu enn frekar sem
fullnægjandi: „ekkert er nema hægt sé að gefa einhlíta ástæðu
fyrir því.“ Rökin verði að halda.
Heidegger lælur hins vegar ekki hér staðar numið og leitar
uppi enn eina útgáfu lögmálsins. Ilún er ekki frá Leibniz
komin, heldur upphugsuð af honum sjálfum með því að endur-
skoða og stytta útgáfu númer tvö, „Ekkert er nema hægt sé að
33