Hugur - 01.01.1989, Side 38

Hugur - 01.01.1989, Side 38
MAK'liN lltllDEGGER HUGUR hafa tilefni til þess. Reglan um að gefa ástæðu á því ekki við um rósina, hún finnur enga hvöt hjá sér lil að verða við kröfum sem menn standa stöðugt frammi fyrir; að gefa fullnægjandi ástæður fyrir því að hún blómstrar. Þessari túlkun mætti auðvitað andmæla með eftirfarandi röksemd: Reglan um að gefa fullnægjandi ástæðu felur ekki í sér að sérhver vera gefi fullnægjandi skýringu á sjálfri sér, heldur að hægt sé að gefa á henni skýringu. Hún þarf ekki að réttlæta sjálfa sig svo fremi sem liægt er að réttlæta hana. Það er hægt að skýra rósina nteð fullnægjandi hætti en hún getur það ekki sjálf. Það er því rangt að reglan um að gefa full- nægjandi ástæðu eigi ekki við um rósina. Ileidegger tekur undir þessa röksemd og segir að lögmálið eigi við um rósina að svo miklu leyti sem hún sé eitthvað. Síðan bætir hann við að „hún tilheyri áhrifasvæði reglunnar með alveg sérstökum hætti og gjörólíkum okkar manna.“34 Rósin cr undir áhrifavaldi lögmálsins vcgna þess að það gildir um rósina, maðurinn vegna þess að það gildir fyrir hann. Hann verður sjálfur að gefa ástæður fyrir sjálfum sér og öllum öðrum lilutum. En hvers erum við þá vísari um muninn á hversvegna og vegna þcss? í fyrsta lagi að rósin er ekki án ástæðu, að það er hægt að gefa ástæðu fyrirhenni og hana fullnægjandi. Hún spyr hins vcgar ekki um eigin ástæður og er þannig ólík mönnum sem stöðugt spyrja um ástæður. Þctta cr þversögn samkvæmt Heidegger: „Eitthvað, rósin, er vissulega ekki án ástæðu og er þó án hvers vegna. Til er eitthvað sem hin almenna grundvallarregla gildir um. Afmarkaða reglan um fullnægjandi ástæðu gildir hins vegarekki um þetta sama eitthvað.“35 Talsmenn þeirrar skynsemi sem Heidegger álítur and- stæðing hugsunarinnar eiga væntanlega auðvell með að útskýra þverstæðutilfinningu Heideggers og finnast fátt um. Ilann hefur, myndu þeir segja, allan tímann gefið sér að fjórða útgáfa lögmálsins sé jafngild hinurn þrem. Að því gefnu að þetta sé rétt, þá væri það vissulega þverstæðukennt að rekast á undan- tekningu sem ekki ætti við um allar útgáfumar fjórar. Málið er 34 Sama rít, bls. 72. 35 Samarít, bls. 73. 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.