Hugur - 01.01.1989, Side 38
MAK'liN lltllDEGGER
HUGUR
hafa tilefni til þess. Reglan um að gefa ástæðu á því ekki við um
rósina, hún finnur enga hvöt hjá sér lil að verða við kröfum
sem menn standa stöðugt frammi fyrir; að gefa fullnægjandi
ástæður fyrir því að hún blómstrar.
Þessari túlkun mætti auðvitað andmæla með eftirfarandi
röksemd: Reglan um að gefa fullnægjandi ástæðu felur ekki í
sér að sérhver vera gefi fullnægjandi skýringu á sjálfri sér,
heldur að hægt sé að gefa á henni skýringu. Hún þarf ekki að
réttlæta sjálfa sig svo fremi sem liægt er að réttlæta hana. Það
er hægt að skýra rósina nteð fullnægjandi hætti en hún getur
það ekki sjálf. Það er því rangt að reglan um að gefa full-
nægjandi ástæðu eigi ekki við um rósina. Ileidegger tekur
undir þessa röksemd og segir að lögmálið eigi við um rósina að
svo miklu leyti sem hún sé eitthvað. Síðan bætir hann við að
„hún tilheyri áhrifasvæði reglunnar með alveg sérstökum hætti
og gjörólíkum okkar manna.“34
Rósin cr undir áhrifavaldi lögmálsins vcgna þess að það
gildir um rósina, maðurinn vegna þess að það gildir fyrir hann.
Hann verður sjálfur að gefa ástæður fyrir sjálfum sér og öllum
öðrum lilutum.
En hvers erum við þá vísari um muninn á hversvegna og
vegna þcss? í fyrsta lagi að rósin er ekki án ástæðu, að það er
hægt að gefa ástæðu fyrirhenni og hana fullnægjandi. Hún spyr
hins vcgar ekki um eigin ástæður og er þannig ólík mönnum
sem stöðugt spyrja um ástæður. Þctta cr þversögn samkvæmt
Heidegger:
„Eitthvað, rósin, er vissulega ekki án ástæðu og er þó án
hvers vegna. Til er eitthvað sem hin almenna grundvallarregla
gildir um. Afmarkaða reglan um fullnægjandi ástæðu gildir
hins vegarekki um þetta sama eitthvað.“35
Talsmenn þeirrar skynsemi sem Heidegger álítur and-
stæðing hugsunarinnar eiga væntanlega auðvell með að útskýra
þverstæðutilfinningu Heideggers og finnast fátt um. Ilann
hefur, myndu þeir segja, allan tímann gefið sér að fjórða útgáfa
lögmálsins sé jafngild hinurn þrem. Að því gefnu að þetta sé
rétt, þá væri það vissulega þverstæðukennt að rekast á undan-
tekningu sem ekki ætti við um allar útgáfumar fjórar. Málið er
34 Sama rít, bls. 72.
35 Samarít, bls. 73.
36