Hugur - 01.01.1989, Page 42

Hugur - 01.01.1989, Page 42
SIGURÐUR KRISTINS SON VINÁTTA OG RÉTTLÆTI í SIÐFRÆÐI ARISTÓTELESAR1 Réttlæti og vinátta Eru einhver tengsl á milli vináttu og réttlætis? Þessa spumingu má orða á tvo vegu. Annars vegar má spyrja hvort réttlæti í samskiptum manna leiði til vináttu meðal þeirra og hins vegar má spyrja hvort vinskapur manna á meðal greiði götu réttlætisins; verði til þess að réttlætið nái fremur fram að ganga en ella. Báðum þessum spurningum myndu margir eflaust svara neitandi og nefna dæmi því til stuðnings. Hvað fyrri spurn- inguna varðar, þá er vandséð að réttlæti hljóti að leiða af sér vináttu, en hins vegar er auðvelt að ímynda sér dæmi um hið gagnstæða. Hugsum okkur til dæmis að ég komist að því að vinur minn hafi framið innbrot, falsað skattaskýrslu eða brotið lög á annan hátt og til að stuðla að framgangi réttlætisins leggi ég fram kæru á hendur honum. Við getum vísast gefið okkur að réttlætið væri í þessu tilviki fólgið í því að láta sannleikann korna fram frekar en að þegja yfir glæpnum. En er sennilegt að ég væri með þessu að treysta vinaböndin milli mín og þessa ógæfusama lögbrjóts? Nei, þvert á móti. Að öllum líkindum væri hér með endir bundinn á vináttu okkar; réttvísin hefði upprætt vináttuna. Síðari spumingin var sú, hvort vinátta leiði af sér réttlæti. Þetta virðist mega draga í efa með því að vísa á dæmi um hið gagnstæða, rétt eins og hið fyrra. Dæmin liggja í augum uppi: Vinátta virðist stundum nærast á því að aðrir en vinimir sjálfir séu beittir órétti, svo sem þau vináttubönd sem halda saman hvers kyns undirheima- og glæpaklíkum, þar sem meðlimir 1 Grein þessi er að meginstofni samin upp úr B.A.-verkefni mínu „Vináttukenning Aristótelesar“ (ritgerð til B.A.-prófs í heimspeki við Haskóla íslands, febrúar 1989). Mikael M. Karlssyni þakka ég ómetanlega hvatningu, stuðning og gagnrýni við gerð greinarinnar og ennfremur þakka ég Páli Skúlasyni sérlega gagnlegar ábendingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.