Hugur - 01.01.1989, Page 77

Hugur - 01.01.1989, Page 77
HUGUR JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON Líkt og hreyfing eins þáttar flyst til annarra í jafnspunnum þræði, þá flytjast tilfinningar frá einum manni til annars og framkalla samsvarandi hræringar í brjósti sérhverrar mannsskepnu 2 Eins og áður er getið, þá telur Hume að siðadómar séu reistir á siðferðilegum tilfinningum, sem hann kallar óbeinar tilfinningar (indirect passions). En orsakaskilyrði þessara óbeinu tilfinninga telur hann vera ákveðna sameiningu tilfinn- inganna (association of impression). Af þessum ástæðum hefur því verið haldið frarn, að í þeim tilfellum þar sem einstakl- ingur er ekki beinn þátttakandi, þá geti harin ekki fundið til þeirra tilfinninga sem nauðsynlegar eru til þess að sameining tilfinninganna eigi sér stað, án þess að samhygðarlögmálið um flutning tilfinninganna komi til sögunnar. Ilume beitir gjaman fyrir sig dæmum um spegilmyndir eða bergmál til þess að skýra þetta samhygðarlögmál um flutning tilfinninganna. Hér verður að hafa í huga, að samhygð í þessum skilningi gerir ráð fyrir því, að það sé eitthvað raunverulegt sem flytja á, á sama hátt og bergmál krefst raunverulegs hljóðs eða spegilmynd einhvers sem ekki er spegilmyndin sjálf. Hume verður fljótt ljóst, að þessi samlíking leiðir hann á villigötur, því ef sam- líkingin væri réttmæt þá yrði hann að halda því fram að siða- dómar okkar byggðust á raunverulegum afleiðingum mann- legrar breytni. En svo er ekki, því eins og Hume bendir rétti- lega á sjálfur, þá breytum við ekki mati okkar á dyggðum prýddum manni fyrir það eitt að honum gefst ekki kostur á að sýna dyggð sína í verki. Hetja tapar þannig ekki hetjulund sinni við það eitt að vera varpað í dýflissu og þar með vamað þess að sýna hetjuskap sinn í verki. Með tilliti til þessa og annarra vandkvæða, þá breytir Hume greinargerð sinni fyrir samhygðinni lítillega, en gefum hon- um sjálfum orðið: ...hér kann kenningin að vera aðfinnsluverð. Samhygðin beinir athygli okkar að því sem er mannkyninu fyrir bestu og ef samhygð er forsenda virðingar okkar fyrir dyggðum, þá gæti tilfinningin sem velþóknun vekur aðeins átt sér stað, ef dyggðin nær takmarki sínu og er mannkyninu til góðs... ef einhver hlutur, er í öllu tilliti talinn liæfur til þess að ná viðunandi endamarki, þá veitir hann okkur vitaskuld ánægju og er álitinn 2 David Hume: A Treatise ofHuman Nature, ritstj. L.A. Selby-Bigge, Oxford 1888, bls. 576. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.