Búnaðarrit - 01.01.1914, Page 66
62
BTJNAÐAREIT
Þetta, að kýrnar voru markaðar, og svo hitt, að
þær voru margar og gengu mikið kaupum og sölum,
var orsök þess, að menn vildu hafa kýrnar hyrndar.
Með því var hægt að auðkenna sér þær með brenni-
marki. Hér liggur alveg það sama til grundvallar og
nú, þegar menn vilja heldur hyrnt en kollótt sauðfé.
En ekki skil eg hvernig stendur á því, að þetta á-
kvæði er ekki haft með í seinni samþyktunum um
gjaldgengu kúna. Væri hugsanlegt að það stafaði af því,
að þá hafi verið verzlað minna með kýr, eða þá af því,
að þá hafi verið orðið lítið um kollóttar kýr, en hvor-
ugt þykir mér trúlegt; sérstaklega má ganga að því
vísu, að 1280 hafi enn verið verzlað með kýr
eins og 1100.
Eðlilegt er að tekið er fram, að kýrin sé heilspen
og lastalaus. Þess þurfti þá eins og nú, því ætíð eru
til menn, sem vilja hylja galla á gripum, sem á að
selja, og þeirra vegna þarf slík ákvæði.
En eftir hinu er vert að taka, að kýrin á að vera
héraðsrœJc í fardögum. Það er örðugt að fá mál fyrir
holdafari skepna; við segjum að skepnur séu mjög feitar,
feitar, sæmilega feitar, allvel feitar, í góðum holdum, í
sæmilegum holdum, magrar, mjög magrar, reisa, að
sleiktur sé af þeim hver vöðvi o. s. frv. Öll slík orð,
sem notuð eru í málinu, eru völt, og þýðing þeirra fer
eftir því, hver þau notar. Og eins er með orðið héraðs-
rœlc, þó það að vísu sé nokkuð ákveðnara. En með því
er eðlilega átt við það, að kýrin sé í þeim holdum um
fardaga, að hún hafi þrótt til þess að rekast um héraðið.
Nokkuð sama og héraðsræk er hitt, að hún sé í
þeim holdum, að hún þoli að standa úti í frostlausum
hríðarveðrum um fardaga.
Allir vita það, að mest hætta er á að fénaður verði
grannur að vorinu. Fyrri paiit vetrar eru vanalega nóg
hey, en þegar fram á kemur, minka þau stundum, og
þrjóta að lokum í hörðum vetrum. Þá er dregið af