Búnaðarrit - 01.01.1914, Síða 257
BÚNAÐARPJT
251
ekki ástæðu til að efast um, að unt só að sannfæra flesta
bændur um það, ef rétt er farið að þeim — að betra
sé að leggja nokkurn kostnað fram á hverju ári (þann
kostnað, sem leiðir af því að fyrna hey) til þess að tryggja
foúfó sitt, heldur en að eiga á hættu að fella fleira eða
færra af því, þegar hafísinn ber að dyrum, og missa
gagnið af hinu, sem eftir lifir. Eg veit líka, að bændur
mundu verða fúsari til að leggja hart á sig í þessu efni,
þegar þeir sæju, að landsstjórnin vildi styrkja þá ríflega
með því að borga rnikið af kostnaðinum við hallæris-
varnirnar.
Eg á bágt með að skilja, að það sé heppilegt ráð
til að fá bændur til að bæta heyásetningslagið, að
landsstjórnin hóti þeim sektum eða fangelsi, ef fseir geri
fénað sinn horaðan, og slcifti sér svo ekki frekar af
málina, hvorki til að framfylgja hótununum né til að
hjátlpa hændum til að sjá fénaði sínum farhorða.
Og eg get ekki varist þeirri hugsun, þó sumum
kunni að þykja það fjarstæða, að þessari þjóð sé ekki
viðrcisnar von, á meðan hún liugsar ekki alvarlega
nm það, að tryggja bústofn sinn fyrir harðindnn-
um — á mcðan hún gefnr ]>ví engan ganm, þó hún
kasti öllum arði inargra góðra ára í horfellisliítina
á einu misindisári, á meðan þing og þjóð er sam-
taka í aðgerðaleysinu og hugsunarlcysinu um
þetta þýðingarmikla inál.
Það sem fyrst af öllu þarf að gera til að tryggja
búfé landsmanna fyrir vetrar- og vorharðindum er að
finna eitthvert ráð til þess, að koma heyásetningnum
í það horf, að heyfyrningar safnist í öllum góðum
árum svo miklar, að bændur þoli alincnt í minsta
lagi einn vetur, hve harður sem hann er, án þess
að þurfá að leita til fóðurforðabúra eða bjargráða-
sjóðs.