Búnaðarrit - 01.01.1914, Page 281
BÚNAÐARRIT
275
saltaðri síld. ltí kg. af þorskhöfðabeinum eða öðrum
þorskbeinum tel eg einnig forðamál, og eins öðrum fisk-
beinum, sem að eins eru bein; þó eru vafalaust stein-
bítsbein og hausar betri, þvi þau hafa meiri og minni
fitu og eitthvað af fiski með sér; af söltuðum hrogn-
kelsalifrum, iýsi, síldarmjöli, hvalmjöli, þurkuðum stein-
bít geri eg ráð fyrir að 8—10 kg. hafi fóðurgildi sem
eitt forðamál af heyi. Þess skal þó getið, þó að það
komi ekki þessu máii beint við, að flest af þessu, sem
nefnt hefir verið, er fremur fóðurbætir en sjálfstætt fóður,
og fær sitt mesta gildi með léttum eða iila verkuðum
heyjum. Maður sem á ekki annað fóður úr jurtarikinu
en góða töðu eða töðugæft hey, hann má ekki reikna
t. d. hrognkelsalifur, síld eða iýsi eins hátt og sá, sem
á vond hey. Sama er um fleira af þessu fóðri, t. d.
bein. Sá sem á mikið af mýraheyi, einkum mómýra,
hefir miklu meiri not af þeim en sá, er hefir rnest töðu
eða valllendishey, eða hey einkum af grýttri eða sendinni
jörð, því aðalefni beinanna er kalk og fosfor, sem mó-
mýraheyið sér í lagi ávalt vantar.
Sama er að segja um lýsi, lifur og jafnvel síld;
að gefa það fóður með góðri töðu er, að eg hygg, ekki
ósvipað því, að eta smjör við feitu kjöti eingöngu, eins
og lýsi t. d. skarar fram úr öllum öðrum fóðurbæti með
hröktum og léttum heyjum. Eg þykist viss um, að vont
úthey með hæfilega miklu af lýsi geti jafnast á við sama
rúmmál af töðugæfu heyi, ef lýsinu er slept sein sér-
stöku fóðri.
En nú mun það tilfellið, að flestir munu eiga eitt-
hvað af lélegu heyi til þess að gefa þenna fóðurbæti með,
og því mun yfirleitt mega reikna hann nokkuð líkt og
eg tel hann vera.
Kem eg þá að efninu aftur, því, að slá þessu fóðri
saman við heyin og telja það í forðamálum, eftir þeim
mælikvarða, sem reynslan sýnir að er réttastur.
Yæri nú rétt til getið hjá mér, þá ættu 100 kg. af
18*