Búnaðarrit - 01.01.1914, Síða 294
288
BÚNAÐARRIT
•engar skepnur komast nær því að rækta fóðrið sitt, en
kýrnar, sauðféð gerir það síður. Það g9ngur úti svo
mikinn part af árínu, og freistingin altaf mikil að taka
sauðataðið til eldsneytis. Þá fyrst getum við talið
sveitabúskapinn í góðu lagi, þegar vér getum aflað fóð-
ursins að mestu á ræktaðri jörð. Þá kemur þéttbýlið af
sjálfu sér; áður er það torvelt; útengisslægjurnar eru
svo stopular víða hvar.
En hvernig má þetta verða? Eg skal taka dæmi
af sjálfum mér. Túnið mitt gefur af sér 150 hesta af
töðu í meðalári; eg ber á það áburð undan 3 kúm,
2 hestum og 50 kindum, og vantar þó til að það sé
fullnægjandi; reyni eg þó til að hirða áburðinn svo vel
sem eg get, með því að bera í flórinn mold á sumrin
og moðsalla og ösku á veturna, en ekki rækta skepnur
mínar þó fóðrið sitt og ekki nærri því; eru þó kýrnar
lang-drjúgastar. Yfirleitt er tún mitt í meðalgóðri rækt,
og kanske vel það, eftir því sem gerist hér um slóðir;
þó er mikið af því þýft, og sumt af þýfinu í órækt, heflr
verið haft út undan aí áburðarvöntun. Ef eg nú skæri
upp þýfið og að öðru leyti hefði nægan áburð á túnið,
þá gizka eg á, að eg fengi af því 200 hesta aí töðu, en
til þess þyrfti eg að hafa 5 kýr. Nú þyrfti eg ekki að
hafa tiltölulega fleira fólk fyrir þetta, svo að mjólkin úr
kúnum kæmi mér ekki að fullum notum í heimilið; en
þá sé eg mér leik á borði, ef eg get sett t. d. 20 ær á
undanrennuna úr þeim 2 kúm, sem eg bætti við. Nú
gefur ærin með góðri meðferð af sér 10 kr. brútto; það
væru þá 200 kr., sem eg fengi óbeinlínis fyrir undan-
rennuna úr þessum tveimur kúm; auðvitað þyrftu þá
kýrnar að vera snemmbærar, enda borgar það sig bezt,
•ef næg taða er til að gefa þeim.
En hvað á þá að gera við undanrennuna yfir sum-
arið ? Þá er vanalega fleira verkafólk í sveitinni, og því
meiri þörf fyrir mjólkina í heimilið; þá er lika miklu
rfremur von um, að geta nýtt sér afganginn, t. d. með