Sunna - 01.10.1932, Side 8

Sunna - 01.10.1932, Side 8
4 S U N N A Mannflokkarnir. I. Rauðir menn. (Mennirnir, sem jörðina byggja, eru með ýmsum hörundslit. Sumir eru gulir, rauðir, bláir, brúnir, svartir eða hvítir. Eg ætla smátt og smátt að segja ykkur frá lífi kynstofn- anna. Myndir munu fylgja. Vona ég, að þið athugið leiðbeiningarnar og búið til ýmsa hluti eftir myndun- um, ykkur til fróðleiks og ánægju. Eg veit, að þið finnið gleði í slíku námi). Rauðu mennirnir eru kall- aðir Indíánar eða Rauðskinnar. Þið hafið, mörg ykkar, séð myndir af Indíánum og heyrt einhverjar sögur af þeim. Þið munið, ef til vill, bezt eftir fjaðraskrautinu eða sögunum um dansinn kringum bálin. Eg ætla nú að segja ykkur frá ýmsu fleiru úr lífi þeirra. — Landið þeirra heitir Ameríka eða Vesturheimur. Það er land- ið, sem Leifur heppni fann árið 1000 og kallaði Vínland hið góða. Félagar Leifs höfðu fundið þar vínvið með vínberjum á. Gaf hann landinu nafn af þessu. Nokkru seinna gleymdist þetta stóra og auðuga Iand, og enginn hvítur maður kom þangað öldum saman, svo að sögur fari af. Loksins skeði það, nærri 500 árum síðar (1492), að ítalskur maður, Kristófer Kolumbus að nafni, fann aftur land þetta, sem síðar var nefnt Ameríka. Kolumbus hafði ætlað sér að fara til Indlands. Höfðu margir sjógarpar reynt að sigla þangað. Ferðir voru

x

Sunna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.