Sunna - 01.10.1932, Side 13

Sunna - 01.10.1932, Side 13
S U N N A 9 þá tala við hann, þýðir það, að hún muni vilja giftast honum, ef hann geti goldið föður hennar verðið fyrir hana. Stundum verða piltarnir að greiða tvo hesta og tylft af skinnum fyrir konuefnið sitt. Og sagt er frá pilti, sem varð að láta þrettán hross, tvær byssur og nokkra lítra af víni fyrir stúlkuna sína. Indíánaflokkarnir voru margir og dreifðir víða um álfuna. Þeir voru mjög ólíkir í siðum og háttum og töluðu jafnvel 7. og 8. mynd. Jndíánaöxi. Leggið pappann saman yfir skaftið. Lírnið suo pappan saman, saumið eða heftið. Skreyta má öxina með fjöðrum. svo ólíka tungu, að þeir skildu ekki hver annan, nema með táknum og bendingum. En eitt var sameiginlegt með öllum Indíánum. Þeim var áhugamál að verja landið sitt fyrir hvítu mönnunum, sem komu nú á skipunum í stórhópum og vildu setjast að á beztu stöðum landsins, þar sem Indtánarnir höfðu verið einvaldir frá alda öðli. Lenti brátt í bardögum milli rauðra og hvítra manna. Hvorugir skildu mál hinna, og í skilningsleysi börðust þeir upp á líf og dauða um landið, sem gat fætt þá alla og miklu, miklu fleiri menn. Indíánum fannst hvítu mennirnir vera að taka landið sitt í óleyfi, en hvítu mennirnir töldu sig hafa sama rétt til lands- ins, eins og þeir sem fyrir voru. Auk þess litu þeir á Indíána eins og réttlausa villimenn. Hvítu mennirnir voru miklu betur vopnum búnir. Þeir voru til dæmis með hið ægilega vopn, byssuna, og notuðu hana þegar í bardaga var komið. Hvítu mennirnir gátu því rekið

x

Sunna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.