Sunna - 01.10.1932, Síða 15

Sunna - 01.10.1932, Síða 15
S U N N A 11 við rauða kynþáttinn. — Indíánum fækkar sífellt. Lifsbarátta þeirra hefir verið hörð frá aldaöðli. Ef til vill á það fyrir þeim að liggja að deyja út, áður en langt um líður. Frh. G. M. M. Sveinsgata. Það hafði verið reist nýtt skólahús í Bakkavík. Það stóð á fögrum stað, á holti utan við þorpið, spottakorn frá vegin- um. Leiðin heim að því lá um grýtt holtið og hafði ekkert verið rudd né lagfærð, nema það sem hún tróðst undan fót- um barnanna og annarra, sem fóru þar um. Ollum var ljóst, að þetta var mesta ólán, og stundum kom það fyrir, að börn duttu um steinana í vetrarmyrkri. Þó varð sífellt í undandrætti að gera við skólaveginn. Það var nóg að gera með peninga hreppsins, fannst mönnum, annað en fleygja þeim í götu heim að skólanum. Vorið sem skólahúsið og vegleysan voru fjögra ára gömul, var tíðarfar óvenju gott, sólskin og blíðviðri dag eftir dag. Allt var snjólaust og jörð orðin þíð. Utivinna hófst venju fyrr, og fyrir miðjan apríl var farið að vinna í veginum upp frá Bakkavík. Möl til ofaníburðar var tekin úr gryfju nokkuð sunnan við skólahúsið. Þar unnu 14 menn við að losa möl- ina og moka henni í vagna, og pabbi hans Svenna var verk- stjóri. Svenni var 12 ára, þegar hér var komið sögu, fallegur drengur, ljóshærður og bláeygur, fjörugur og fylginn sér. Hann var meðal fremstu námsmanna skólans, mesti glímumaðurinn og foringi félaga sinna til hverskonar stórræða. Einn sólbjartan vordaginn datt Svenna reglulegt snjallræði í hug, þegar hann var að ganga grýtta og ljóta troðninginn heim að skólanum. Hann sagði félögum sínum frá hugmynd sinni, og féllust þeir á, fyrir fortölur hans, að koma henni í

x

Sunna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.