Sunna - 01.10.1932, Page 18

Sunna - 01.10.1932, Page 18
14 SUNHA Listamenn. i. Ríkarður Jónsson myndhöggvari er einn þeirra íslenzku listamanna, sem flestir kannast við og þjóðinni þykir vænst um. Þetta kemur af því, að hann er flestum listamönn- um rammíslenzk- ari. Þjóðtrú og hugsunarháttur ís- lenzkrar alþýðu birtist í verkum hans. Þess vegna á þjóðin hægra með að skilja hann en marga listamenn aðra. Ríkarður fæddist 20. sept. 1888 og ólst upp í Suður- Múlasýslu. Þegar hann var drengur, skar hann ýmsa merkilega hluti úr tálgusteini, sem hann fann í fjöllunum í grennd við bæ sinn. Urðu smíðisgripir hans víða kunnir eystra og þóttu mestu furðuverk. Þegar Ríkarður var 17 ára, fór hann til Reykja- víkur og nam tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera næstu 3 ár. Tvítugur fór hann til listaháskólans í Kaupmannahöfn og nam þar myndhöggvaralist. Ríkarður hefir jafnan verið mesti dugnaðar- og afkasta- maður, og liggur eftir hann mesti sægur listaverka, högg-

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.