Sunna - 01.10.1932, Page 21

Sunna - 01.10.1932, Page 21
SUNN A 17 Leir. Eitthvert allra skemmtilegasta viðfangsefni, sem hægt er að fá inn í skólana, er leirinn. Þeir vita þetta bezt, er séð hafa starfsgleðina skína úr augum barnanna, sem hafa leirinn milli handa. Þetta virðist ótæmandi gleðilind, sem svalar starfshvöt, hug- kvæmni, leikþörf og áhuga barnsins. Þegar drengurinn sér, að hann getur lagað leirköggulinn sinn alla vega og mótað úr honum báta og stærri skip, bíla og flugvélar, hús, menn og skepnur, þá verður leirköggullinn yndislegt viðfangsefni og alltaf nýtt. Telpan finnur sama yndið. Hún mótar körfur og bakka, skálar, bolla og bala, menn og dýr og hvað eina. Viðfangs- efnin eru óþrjótandi og hinn skapandi máttur, sem kemur fram í þessu starfi eykur lífsgleðina og mótar heilbrigða stefnu til starfs og dáða. En hvar er hægt að fá Ieirinn? Til er svokallaður olíuleir. Hann fæst í ýmsum litum og er alltaf mjúkur, harðnar ekki. Það má því alltaf hnoða hann upp aftur og aftur og nota á ný. Þá er það íslenzki leirinn, sem liggur næst fyrir okkur að nota. í Reykjavík er hægt að fá hreinsaðan leir hjá Guðmundi listamanni Einarssyni frá Miðdal. Guðm. hefir rannsakað ís- lenzka leirinn og býr nú til úr honum ýmsa fagra muni, sem hann mótar og málar á, brennir síðan og steypir gljáandi húð yfir, svo að munirnir verða endingargóðir. Skólabörn í Reykjavík hafa fengið mikið af leir frá Guðm. til notkunar. Og þau bjuggu til marga fallega og skemmtilega hluti. Þau mótuðu Skólavörðuna, sem nú er búið að rífa til grunna, bjuggu til bæi með túngarði í kring, kirkjur og ýmiskonar hús, mannshöfuð, kertastjaka af ýmsum gerðum,

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.