Sunna - 01.10.1932, Síða 30

Sunna - 01.10.1932, Síða 30
26 S U N N A Hollendingarnir fljúgandi. Samlestur. Leikendur: Kalli, Brandur, Gvendur og Geiri. Kalli: Eg hefi séð Hollendingana. Brandur: Ég líka. Svo sá ég stóru kassana, sem flugvél- arnar komu í. Kalli: Það var nú ekki mikið. Ég sá, þegar flugvélarnar voru teknar úr kössunum. Og ég var niðri á túni, þegar önnur vélin fór af stað, Brandur: En ég sá þegar hún flaug upp. Kalli: Það sá ég líka. Svo sá ég hana bera við skýin, hátt, hátt uppi. Brandur: En ég sá hana hverfa, Kalli: Heldurðu, að ég hafi kannske ekki séð það líka. Veiztu hvert hún fór? Brandur: Eitthvað upp í himininn. En hvernig ætli himin- inn sé fyrir ofan skýin? Kalli: Ætli hann sé ekki blár. Það var reyndar ekkert sagt um það í útvarpinu. En þeir sögðu þó í útvarpinu, að Hollendingarnir hefðu farið upp fyrir skýin, 6500 metra. Brandur: Ætli það sé mjög hátt? Er tunglið ekki þar uppi? Kalli: Það var ekkert getið um það í útvarpinu: Ég hugsa. að tunglið sé þar ekki á daginn. En útvarpið sagði, að þeir hefðu séð yfir allt ísland. Brandur: Er það svo mjög mikið? Kalli: Það er kannske ekki svo mikið úr flugvél. Það sést alstaðar undan brekkunni, út í sjóinn. Brandur: Hvað heldurðu, að þetta sé hátt? Hærra en Esjan? Kalli: Miklu, miklu, miklu hærra. Ég veit hér um bil al- veg hvað það er hátt. Brandur: Hærra en jökullinn?

x

Sunna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.