Sunna - 01.10.1932, Side 36
32
S U N N A
hafi gefið út fjölritað blað. Öll eru þessi blöð hin myndar-
legustu og mjög skemmtileg aflestrar.
Nú vill Sunna mælast til þess, að henni séu send þau
fjölrituð blöð, sem börn á skólaaldri gefa út hér á landi. V7ill
hún gjarnan geta þeirra með nokkrum orðum. I næsta hefti
Sunnu verða leiðbeiningar um blaðaútgáfu skólabarna.
Verðlaun.
Sunna mun af og til stofna til verðlaunaþrauta fyrir lesendur
sína að glíma við. Verðlaun fyrir úrlausnir verða aðeins veitt
börnum á skólaaldri, en alls ekki fulltíða fólki. Þegarúrlausnireru
sendar, skal jafnan getið nafns höfundar, utanáskriftar, aldurs og
í hvaða skóla hann er. Hér koma tvær fyrstu verðlaunaþrautirnar.
/. verðlaunaþraut. Semjið sjónleik um einhvern atburð úr
sögu íslendinga fyrir 1262. Aðalpersónur Ieiksins verða að
vera sannar, en búa má til aukapersónur. Hæfileg lengd
leikritsins er 2—4 bls. í Sunnu. Þrenn verðlaun verða veitt.
2. verð/aunaþraut. Svarið í ritgerð spurningunni: Hvernig á
skóli að vera, til þess að börnunum þyki vænt um hann?
Þrjár beztu ritgerðirnar verða verðlaunaðar.
Úrlausnir beggja þrautanna eiga að vera komnar ritstjórum
í hendur fyrir jól. Nöfn þeirra, sem verðlaun hljóta, verða
birt í Sunnu, og svo beztu úrlausnirnar.
SKILABOÐ:
Báðav teihningarnar á forsíöu þessa heftis eru eftir Sverri Bergsson,
14 ára dreng í Reykjavík.
Fræðslumálastjórinn ætlar aÖ láta Sunnu í té fjölbreyttar þrautir og
heilabrot, handa lesöndunum aÖ glíma við. Þær fyrstu birtast í næsta hefti.
Skólabörn og kennarar eru vinsamlega beöin að skrifa Sunnu og senda
henni efni til birtingar.
Sunna kemur út mánaðarlega að vefrinum, 6 hefti á ári, 32 bls. hvert.
Árgangurinn kostar kr. 2,00 og greiðist fyrirfram. 50 aura heftið í lausasölu.
Ritstjórar: Aðalsteinn Sigmundsson og Gunnar M. Magnússon.
Utanáskrift: Pósthólf 406, Reykjavík.
RíUisprentsmiðjan Gutenberg.