Sunna - 01.12.1932, Qupperneq 3

Sunna - 01.12.1932, Qupperneq 3
S U N N A 67 S. Ó.: Ungur maður. S. Ó. með Verkamanninn. Nú tók Sigurjón til námsins af slíkum ákafa, að hann gleymdi oft að borða. Hann var að starfi í vinnustofu há- skólans frá kl. 8 að morgni til 10 að kvöldi. Liðu svo tveir vetur. Bæði vorin hlaut hann verðlaun fyrir dugnað og list- fengi. En nú kemur mesta æfintýrið. Háskólinn efnir á hverju sumri til samkeppni um gull- medalíu, og fylgir henni styrkur til Ítalíuferðar. Hver sá, sem fær hana, er með því viðurkenndur fullveðja listamaður, og er það mesta sæmd, sem ungum listamanni getur hlotnazt. Mörg ár dæmist enginn verður að hljóta sæmdina. Sjaldgæft er, að menn reyni slíkt, fyr en eftir 5 ára nám. Sumarið 1930 tók Sigurjón þátt í samkeppni þessari, 21 árs gamall. Hann var langyngstur allra keppenda, með að- eins tveggja ára nám að baki. En hann bar sigur af hólmi og hlaut medalíuna. Hafði það komið fyrir aðeins einu sinni áður í listaháskólanum í Kaupmannahöfn, að svo ungur mað- ur hlyti slíka sæmd. Það var Albert Thorvaldsen. En hann

x

Sunna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.