Sunna - 01.12.1932, Page 12

Sunna - 01.12.1932, Page 12
76 S U N N A sjálfsagt síður. Henni fannst það óhæfa, að deyða lítið sak- laust barn, og það fyrir það eitt, að það átti einhverntíma að verða konungur. En hvernig gat hún hjálpað honum, hún sem lá veik í rúminu sínu og var svo máttfarin? Hún sá engin ráð til þess. Ekki gat hún farið á eftir vitringunum og beðið þá um að segja ekki afa hennar hvar konungurinn nýfæddi ætti heima. En hvað hún þráði heitt, að vera orðin heilbrigð. Þá gæti hún sjálfsagt haft einhver ráð. En það var öðru nær. Hún, sem hafði legið þarnar í margar vikur, ákaflega veik, hvernig gat hún nokkurn hlut? Það var eins og þráin eftir að bjarga barninu gæfi henni meiri líkamsþrótt. Hún gat ekki fyllilega trúað því, að hún gæti svona lítið. Og ekki þorði hún að nefna þetta við hitt fólkið, hver vissi nema það segði Heródesi afa hennar frá því og það var verr farið en heima setið. Og það komu tár í augu Eglu, þegar hún sá hve ráðvana hún var. En allt í einu birti yfir andliti hennar. Eitt gat hún gert. Hún gat beðið Ouð Abrahams, ísaks og Jakobs um að hjálpa sér. Hún hafði heyrt talað um, að hann bænheyrði stundum og hefði komið til hjálpar á undraverðan hátt. Og Egla litla bað Guð ísraelsþjóðarinnar um að hjálpa sér til að bjarga nýfædda konunginum, Jesú Kristi, sem afi hennar ætlaði að deyða. Frh. Margrct Ivarsdóttir. Þórgunnur Bjarnardóttir, Lundi, Grenivík, S.-Þingeyjars. vill komast í. bréfasamband við Iitla stúlku einhversstaðar á landinu. Hún er 11 ára gömul, og vill helzt hafa stúlkuna jafn gamla.

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.