Sunna - 01.12.1932, Page 14

Sunna - 01.12.1932, Page 14
78 S U N N A Siggi: Vertu nú ekki alveg svona æstur. Hefði ég ekki kurlað eldiviðinn, þá hefði líka þínar eldspýtur ekki komið að neinum notum, og þá hefði líka enginn grautur orðið til. Óli: Þið, drengir, sem þykist vera í samfélagi réttlátra! Að þið skuluð ekki einu sinni kunna að binda fyrir túlana á ykkur og ganga niðurlútir! Því að það er ég, sem hefi búið til þenna graut. Eða má ég leyfa mér að spyrja: Hver hefir skaffað töfrapottinn fræga? H-m, var það ekki ég? (Bendir á sjálfan sig). Oddur: Bendum á hann, drengir! Ha-ha-hæ, töfrapottur! Nonni: Nei, nei, þið megið ekki benda á hann, því að hann getur kannske galdrað, að potturinn standi fastur á hausnum á einhverjum okkar. Halli: Þú ert nú allt af eins og ímyndunarveik kerling. Siggi: Nonni, heldurðu það sé sneið, sem þú færð! Nonni: Mér er alveg sama, þó að þið gerið gys að mér. Eg hefi lesið margar galdrasögur, t. d. söguna af prestinum með pottinn. Oddur: Er það sönn saga? Nonni: Já, hún er ábyggilega sönn. Ó/i: Var einhver töfrapottur í þeirri sögu? Nonni: Já, alveg sams konar og potturinn þinn, Oli. Óli: Er minn pottur þá töfrapottur? Halli: Varst þú ekki að segja rétt áðan, að potturinn þinn væri töfrapotturinn frægi? Óli (hlæjandi): Nú, svo að skilja. Ég var að skrökva því að ykkur. Siggi: Er þá potturinn þinn ekki töfrapottur? ÓIi: Ekki veit ég til þess. Oddur: Það getur nú verið töfrapottur fyrir því. Nonni: Og það er nú bara alveg ábyggilegt að hann er, úr því að grauturinn úr honum er svona góður. Og ef það er ekki fyrir töfra úr pottinum, þá er sá ykkar galdramaður, sem hefir búið grautinn til. Allir hinir: Galdramaður! (Hver við annan): Ekki hefi ég búið til grautinn.

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.