Sunna - 01.12.1932, Qupperneq 18

Sunna - 01.12.1932, Qupperneq 18
82 S U N N A Raggeitin. »Hann raknar bráðum við, góða mín. Þér er óhætt að trúa mér«. Þessi orð, sögð í blíðum, rólegum rómi, voru það fyrsta, sem Gunnari barst til eyrna, þegar hann kom til sjálfs sín. Hann opnaði augun og skimaði kring um sig. Hann Iá á legubekk í ókunnri stofu. Hulda stóð hjá honum, en Sveinn læknir, faðir hennar, sat á stóli við bekkinn, hélt um úlflið honum og athugaði æðaslögin. »Árni og Nonni?« hvíslaði Gunnar með mestu erfiðismun- um, svo lágt, að varla heyrðist. »Þeim var bjargað®, svaraði læknirinn. »Mamma!« stundi Gunnar og missti meðvitundina aftur. »Ef hann deyr nú, pabbi, þá er ég viss um, að mamma hans deyr líka. Hún á ekkert barn, nema hann, alveg eins og þú átt ekkert, nema mig. Pabbi, elsku bezti, bjargaðu honum*. Hulda flaug hágrátandi um hálsinn á pabba sínum. »Elsku Hulda mín, þú ert of stór stúlka til að láta svona*. Læknirinn strauk ástúðlega hár dóttur sinnar. »Gunnari batn- ar, ef allt gengur vel, eins og útlit er fyrir. En ef hann deyr, þá hefir hann fórnað lífinu til að bjarga öðrum, og enginn getur valið sér fegurri dauðdaga*. Hulda sefaðist og hætti brátt að gráta. Það varð hljótt í stofunni og mátti glöggt heyra rykkjóttan andardrátt Gunnars. Konan, sem Gunnar var fluttur inn til, vegna þess að hún bjó næst vettvangi, kom inn að vita hvort ekkert vantaði. Svo fór hún aftur. Læknirinn þurrkaði tárin af kinnum dóttur sinnar. »Farðu nú, Hulda mín, til mömmu hans Gunnars, og segðu henni frá þessu, sem komið hefir fyrir. Þú ert orðin svo stór og skynsöm, að þú ert viss með að segja þannig frá, að hún

x

Sunna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.