Sunna - 01.12.1932, Side 19
SUNNA
83
verði ekki mjög hrædd. Ég kem með hann í bíl eftir litla
stund, og þá hafið þið rúmið hans tilbúið*.
Hulda fór að leysa erindi sitt af hendi, en leit á föla and-
litið á legubekknum, um leið og hún hvarf út úr dyrunum.
Gunnar lá lengi. Hann var fyrst í stað milli heims og helju.
En svo fór hann að hressast, og batanum miðaði áfram með
hverjum deginum sem leið — jafnvel vonum hraðar.
Það var í byrjun nóvember, sem hann ofreyndi sig við að
bjarga félögum sínum. En fáum dögum fyrir jól fékk hann
að klæða sig fyrsta sinn.
Hann sat í mjúkum stóli við gluggann á litlu stofunni
hennar mömmu sinnar. Sjálf sat hún við borðið, sem stóð á
miðju gólfi, og saumaði af kappi. Ekki veitti af, því að nú
var nóg að gera fyrir jólin.
Gunnar leit nokkuð ört út um gluggánn, og eftirvæntingin
var auðsæ í svipnum. Það voru fullar 10 mínútur síðan hringt
var út úr síðasta tíma í 6. B, og Hulda kom allt af við hjá
honum, um leið og hún fór heim. Voru það helztu gleði-
stundir hans í legunni, þegar hún kom. Og svo þegar Sveinn
læknir faðir hennar kom að líta á hann. Það var rnaður, sem
Gunnar var hrifinn af!
Osköp var nú Hulda lengi á leiðinni!
Þarna kom hún, hlaupandi í harða spretti.
Hulda kom inn, móð og másandi, og var bersýnilega mikið
niðri fyrir.
>Arni Geir og Nonni koma bráðum að heimsækja þig,
Gunnar«, sagði hún og gleymdi að heilsa. >Þeir hafa allt af
verið að biðja pabba að leyfa sér það, en hann hefir ekki
viljað það fyr en í dag. Nú segir hann þú sért orðinn svo
frískur, að það sé hættulaust«.
Gunnar roðnaði út undir eyru og upp í hársrætur. Hann
gerði hvort tveggja, að hlakka til og kvíða fyrir að sjá
bekkjarbræður sína. Satt að segja höfðu þeir aldrei verið neitt
sérlega góðir við hann — síður en svo. En vingjarnlega