Dvöl - 01.07.1941, Page 25

Dvöl - 01.07.1941, Page 25
D VÖL gjaldslaust jarðnæði á koti, sem fóðraði tvær kýr og tuttugu kind- ur, en þess árangurs varð að bíða í einn mannsaldur. Fyrst um sinn höfðu þau ekki einu sinni kött í kofanum. Lavst stundaði dag- launavinnu uppi í Graabölle og var rétt svo, að þau hefðu ofan í sig. í hvíldartíma sínum byrjaði hann á þeirri Herkúlesarþraut, að vinna heiðarlandið með skóflu. Það var ekki til neins. En hann gafst ekki upp, og það egndi þá á móti honum, sem annars hefðu ef til vill haft innræti til þess að ljá honum plóg og akneyti. Bændun- um var uppsigað við hann, og hinir, sem voru fátækir eins og hann, hötuðu hann, af því að hann fór sínar leiðir. Gamlaárskvöld eitt tóku þeir sig saman um að lyfta þakinu með reipum ofan af þessu nýja fólki á heiðinni, og létu sem það væri í spaugi gert. Lavst fór út og lúskraði á sumum þess- um óróaseggjum. Síðar var Mettu Kristínu vísað burtu frá bænum, þar sem hún var vön að fá mjólk, en þó versnaði fyrir alvöru, þegar menn fóru smámsaman að sjá það á bæjunum, að hægt væri að kom- ast af án þess að hafa Lavst i vinnu, fyrst hann gat ekki lagt niður þenna mikilmennskugorgeir sinn. Mönnum fannst óþarfi að vera að nauða á honum um að koma og vinna fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. — Sá síðasti, sem Lavst fékk vinnu hjá, var Tómas í Spangarbæ, en svo urðu þeir ó- 183 sáttir einn daginn, og Lavst var vísað burtu. Þá stóð hann uppi með sínar stóru hendur, burtrek- inn og iðjulaus. En öllum til sárrar gremju tókst Lavst að komast af hálft ár enn. Hann hafði leigt sér rétt til mó- tekju í mýri einni. Kjörin voru góð, en mórinn var lélegur. En Lavst fann upp á því að elta móinn og fletja hann síðan út, og þannig varð hann ágætur. Þetta var mikil vinna, en þegar Lavst hafði kom- izt í kynni við viðskiptavini í kaupstaðnum og flutt móinn sinn þangað, hagnaðist hann ágætlega á þessu. Daglaun við mótekju voru tvö mörk, en það var sagt, að Lavst hefði fengið rúmlega sex með þessum dugnaði sínum. En það þoldi ekki maöurinn, sem átti mýrina. Hann höfðaði mál og hélt því fram, að Lavst hefði aðeins leyfi til að taka upp mó fyrir sjálfan sig, en mætti ekki reka þar einskonar verksmiðjuiðju. Lavst tapaði málinu. Veturinn eftir sultu þau í kofanum. Sögur gengu um það, að hungrið syrfi svo að þeim, að það marraði í rifjunum í þeim. Örsjaldan sást rjúka úr stromp- skriflinu þarna úti í víðsýninu. Lavst kom einu sinni eða tvisvar í mánuði til kaupmannsins og keypti eitt pund af feiti. — Hvað- an fékk hann peninga? Hann gekk fjórar til fimm mílur til að vinna sér inn eitt mark og tvo skildinga við þreskingu. Hann sást á markað í annarri sveit, þar sem hann hafði

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.