Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 25

Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 25
D VÖL gjaldslaust jarðnæði á koti, sem fóðraði tvær kýr og tuttugu kind- ur, en þess árangurs varð að bíða í einn mannsaldur. Fyrst um sinn höfðu þau ekki einu sinni kött í kofanum. Lavst stundaði dag- launavinnu uppi í Graabölle og var rétt svo, að þau hefðu ofan í sig. í hvíldartíma sínum byrjaði hann á þeirri Herkúlesarþraut, að vinna heiðarlandið með skóflu. Það var ekki til neins. En hann gafst ekki upp, og það egndi þá á móti honum, sem annars hefðu ef til vill haft innræti til þess að ljá honum plóg og akneyti. Bændun- um var uppsigað við hann, og hinir, sem voru fátækir eins og hann, hötuðu hann, af því að hann fór sínar leiðir. Gamlaárskvöld eitt tóku þeir sig saman um að lyfta þakinu með reipum ofan af þessu nýja fólki á heiðinni, og létu sem það væri í spaugi gert. Lavst fór út og lúskraði á sumum þess- um óróaseggjum. Síðar var Mettu Kristínu vísað burtu frá bænum, þar sem hún var vön að fá mjólk, en þó versnaði fyrir alvöru, þegar menn fóru smámsaman að sjá það á bæjunum, að hægt væri að kom- ast af án þess að hafa Lavst i vinnu, fyrst hann gat ekki lagt niður þenna mikilmennskugorgeir sinn. Mönnum fannst óþarfi að vera að nauða á honum um að koma og vinna fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. — Sá síðasti, sem Lavst fékk vinnu hjá, var Tómas í Spangarbæ, en svo urðu þeir ó- 183 sáttir einn daginn, og Lavst var vísað burtu. Þá stóð hann uppi með sínar stóru hendur, burtrek- inn og iðjulaus. En öllum til sárrar gremju tókst Lavst að komast af hálft ár enn. Hann hafði leigt sér rétt til mó- tekju í mýri einni. Kjörin voru góð, en mórinn var lélegur. En Lavst fann upp á því að elta móinn og fletja hann síðan út, og þannig varð hann ágætur. Þetta var mikil vinna, en þegar Lavst hafði kom- izt í kynni við viðskiptavini í kaupstaðnum og flutt móinn sinn þangað, hagnaðist hann ágætlega á þessu. Daglaun við mótekju voru tvö mörk, en það var sagt, að Lavst hefði fengið rúmlega sex með þessum dugnaði sínum. En það þoldi ekki maöurinn, sem átti mýrina. Hann höfðaði mál og hélt því fram, að Lavst hefði aðeins leyfi til að taka upp mó fyrir sjálfan sig, en mætti ekki reka þar einskonar verksmiðjuiðju. Lavst tapaði málinu. Veturinn eftir sultu þau í kofanum. Sögur gengu um það, að hungrið syrfi svo að þeim, að það marraði í rifjunum í þeim. Örsjaldan sást rjúka úr stromp- skriflinu þarna úti í víðsýninu. Lavst kom einu sinni eða tvisvar í mánuði til kaupmannsins og keypti eitt pund af feiti. — Hvað- an fékk hann peninga? Hann gekk fjórar til fimm mílur til að vinna sér inn eitt mark og tvo skildinga við þreskingu. Hann sást á markað í annarri sveit, þar sem hann hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.