Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 40
198 D VÖL drættir í andlitinu báru dauSa- merki, ekkert minnti á athafnalíf og viljaþrek. Friður og ró dauðans hvíldi yfir þessum deyjandi manni. Ólöf bar okkur kaffið. Svo gekk hún að rúmi sjúklingsins og talaði eitthvað við hann. Annarri hend- inni hélt hún um létta, sem var yfir rúminu, hinni studdi hún á rúm- stokkinn. Nú brosti hún ekki, en samt var eins og dauðvona sjón- irnar teyguðu líf og yl frá þessu fallega, ástríka andliti, sem laut ofan að sjúklingnum. Dauðinn eins og hörfaði um stund frá rúm- stokknum, líkt og honum fyndist hann ekki eiga heima í þessu ríki kærleikans og lífsins. Eftir nokkra viðdvöl kvöddum við og fórum. Þrem vikum síðar frétti ég lát Gísla. Ólöf fór ekki frá Þambárvöllum, þótt Gísli andaðist. Hún var þar áfram með drenginn sinn hjá Jóni og Guðrúnu. Þau dóu bæði hjá henni á gamals aldri. Að Guðrúnu hlynnti hún til síðustu stundar, en Jón varð úti á Stikuhálsi, harm- dauði öllum, sem einhver kynni höfðu haft af honum. Haustið 1895 giftist Ólöf Skúla Guðmundssyni, mætum og góðum manni. Hún var þá komin á fer- tugs aldur. Líklega var þá erfitt að kveikja eldana, sem áður voru slokknaðir, og vekja það aftur til lífsins, sem dáið var.Samt var þetta hjónaband gott, og er enginn vafi á því, að mannkostir hans hafi þar miklu um ráðið, samfara því að tilfinningalíf hans hafði aldrei neinn skaða beðið og gat því yljað í kringum sig. En slikt vinnst ekki á svipstundu. Hann kunni vel að meta konu sina og kosti hennar og hlúði að þeim. Hann lét hana sí- fellt finna kærleiksylinn, sem hann átti í ríkum mæli, ekki einungis henni til handa, börnum þeirra og fósturbörnum, heldur öllum, sem hann náði til og þurftu þess með. Það er fagurt fordæmi, að ganga aldrei svo hjá heimilisfólki sínu, að ávarpa það ekki hlýjum orðum. Gera lítið úr misfellum og vilja allt bæta og laga í kyrrþey. Gömul kona, sem var hjá þeim Skúla og Ólöfu, sagði þetta um hann: „Við gamalmennin, sem voru á heimilinu, var Skúli eins og bezti faðir við börn sín. Ef þau voru veik eða lasburða, sat hann hjá þeim og talaði við þau og var eins ná- kvæmur og góð móðir.“ Það eru þó ekki allir, sem gefa sér tíma til að tala við gamalmenn- in, þessi útbrunnu skör, sem hvorki veita yl eða birtu og eru sem þurrk- uð út af spjaldi lífsins. Þó eru til úndantekningar. Þau gamalmenni, sem átt hafa glæsilega fortíð, draga fremur til sín, og það er oftast á- litamál, hvort vert er að hafna virðingu í hvaða gervi sem hún birtist manni. En um það var ekki að ræða á Þambárvöllum. Þau gamalmenni, sem þar voru, höfðu aldrei haft völd né auð. En úrvals mannorð fylgdi þeim, en það er ekki ætíð mest metið. Þar hafa ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.