Dvöl - 01.07.1941, Page 68

Dvöl - 01.07.1941, Page 68
226 D VÖL skapaðir með vinnu. Og vinnu hverra? Pólksins. Þvi að aðals- menn vinna ekki. Var læknirinn byltingarmaður? Nei, hann aðhylltist aðeins kenningar Darwins. En honum var alveg sama, þó að hann væri kall- aður byltingarseggur, lét sér það í léttu rúmi liggja. En var það rán að kaupa? Það var hörð kenning. Já, ef féð, sem notað var til kaupanna, var ekki fengið með sjálfs manns iðju. Líkamlegri vinnu, eða hvað? Já! En þá var læknirinn sjálfur ræningi. Auðvitað! Ekki aftraði það hon- um frá að segja sannleikann.Mundi baróninn nokkuð eftir hinum iðr- andi ræningja, og sannleikann sagði hann? Samtalið féll niður, og nú var leitað til prófessorsins. Prófessorinn kallaði baróninn manndrápara, af því að hann hafði ekki þegar fengið barninu brj óstmóður. Baróninn varð að tala um fyrir konu sinni. Hann varð að tæta sundur öll sín fyrri rök og skír- skota aðeins til móðurástarinnar. En hvaðan átti að fá fóstru? í bænum var ekki viðlit að fá neina manneskju; þar var spillingin svo mikil. Nei, sveitastúlka varð það að vera. En frúin vildi ekki ógifta stúlku. Ógift stúlka, sem hefir átt barn, er siðlaus stúlka, og ham- ingjan góða, ef sonur þeirra fengi einhverja eiginleika frá henni. Læknirinn sagði, að allar brjóst- mæður væru ógiftar og ef baróns- sonurinn öðlaðist einhverja hneigð til kvenna, þá sýndi það aðeins, að töggur væri í stráki, og á slíkum hneigðum yrði að hafa gætur. En húsfreyjur fengjust alls ekki til barnfóstursins, því að þeir, sem hefðu jörð til umráða, vildu eiga börnin sín sjálfir. En var þá ekki hægt að gifta stúlku einhverjum ungum manni? Ja, það yrði að minnsta kosti níu mánaða bið. En var ekki ráð að gifta stúlku, sem búin var að ala barn? Það væri snjallræði! Baróninn þekkti stúlku, sem átti þriggja mánaða gamalt barn. Hann þekkti hana helzt til vel — hafði setið í festum í þrjú löng ár og læknirinn að síðustu orðið að benda honum á, að láta hjúskap- arheitið ekki leggja á sig of strangar hömlur. Hann fór sjálfur á fund stúlkunnar og hét henni einni hjáleigunni, ef hún vildi giftast Andrési fjósamanni og vera barnfóstra á aðalssetrinu. Vitanlega vildi hún heldur þekkj- ast þetta boð en að þola háðung á hrakningi. Næsta sunnudag skyldi lýst með þeim í fyrsta, ann- að og þriðja sinn, en Andrés varð að fara á brott í tvo mánuði. Baróninn horfði á son stúlk- unnar með hálfgerðri öfund. Hann var stór og hraustur. Hann var

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.