Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 68
226 D VÖL skapaðir með vinnu. Og vinnu hverra? Pólksins. Þvi að aðals- menn vinna ekki. Var læknirinn byltingarmaður? Nei, hann aðhylltist aðeins kenningar Darwins. En honum var alveg sama, þó að hann væri kall- aður byltingarseggur, lét sér það í léttu rúmi liggja. En var það rán að kaupa? Það var hörð kenning. Já, ef féð, sem notað var til kaupanna, var ekki fengið með sjálfs manns iðju. Líkamlegri vinnu, eða hvað? Já! En þá var læknirinn sjálfur ræningi. Auðvitað! Ekki aftraði það hon- um frá að segja sannleikann.Mundi baróninn nokkuð eftir hinum iðr- andi ræningja, og sannleikann sagði hann? Samtalið féll niður, og nú var leitað til prófessorsins. Prófessorinn kallaði baróninn manndrápara, af því að hann hafði ekki þegar fengið barninu brj óstmóður. Baróninn varð að tala um fyrir konu sinni. Hann varð að tæta sundur öll sín fyrri rök og skír- skota aðeins til móðurástarinnar. En hvaðan átti að fá fóstru? í bænum var ekki viðlit að fá neina manneskju; þar var spillingin svo mikil. Nei, sveitastúlka varð það að vera. En frúin vildi ekki ógifta stúlku. Ógift stúlka, sem hefir átt barn, er siðlaus stúlka, og ham- ingjan góða, ef sonur þeirra fengi einhverja eiginleika frá henni. Læknirinn sagði, að allar brjóst- mæður væru ógiftar og ef baróns- sonurinn öðlaðist einhverja hneigð til kvenna, þá sýndi það aðeins, að töggur væri í stráki, og á slíkum hneigðum yrði að hafa gætur. En húsfreyjur fengjust alls ekki til barnfóstursins, því að þeir, sem hefðu jörð til umráða, vildu eiga börnin sín sjálfir. En var þá ekki hægt að gifta stúlku einhverjum ungum manni? Ja, það yrði að minnsta kosti níu mánaða bið. En var ekki ráð að gifta stúlku, sem búin var að ala barn? Það væri snjallræði! Baróninn þekkti stúlku, sem átti þriggja mánaða gamalt barn. Hann þekkti hana helzt til vel — hafði setið í festum í þrjú löng ár og læknirinn að síðustu orðið að benda honum á, að láta hjúskap- arheitið ekki leggja á sig of strangar hömlur. Hann fór sjálfur á fund stúlkunnar og hét henni einni hjáleigunni, ef hún vildi giftast Andrési fjósamanni og vera barnfóstra á aðalssetrinu. Vitanlega vildi hún heldur þekkj- ast þetta boð en að þola háðung á hrakningi. Næsta sunnudag skyldi lýst með þeim í fyrsta, ann- að og þriðja sinn, en Andrés varð að fara á brott í tvo mánuði. Baróninn horfði á son stúlk- unnar með hálfgerðri öfund. Hann var stór og hraustur. Hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.