Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 10
8
Hlin
að þar sjeu öll æskileg þægindi. — Og við óskum að
kýrnar okkar — já hvað eigum við að segja um þeirra
húsakynni? Það að þau þurfi endurbótar við. Hirðingin
á fjósunum lýsir ekki menningu. En það verða ávalt
náin tengsl milli heimilanna og fjósanna. Kýrnar eru
oft kallaðar fóstrur þjóðanna.
.... Lítil þjóð eins og við þarf að eiga valinn mann
í hverju rúmi. Þess vegna verðum við að kappkosta að
eiga góð heimili og góð húsakynni, svo þjóðinni líði
vel. Stöplarnir undir þjóðarbúinu eru heimilin. — Hjer
verðum við konur að vinna að einu marki, hvaða stjórn-
málaflokki sem við fylgjum. — Markmiðið er að gera ís-
lensku þjóðina að sterkri og göfugri þjóð. í því efni á
íslenska konan stórt verksvið.
Þegar K. í. var stofnað, var hugsjónin sú, að það
hefði jafnan fjórar kenslukonur í sinni þjónustu. Þær
áttu að ferðast um takmarkað svæði ár hvert. Kenna mat-
reiðslu á vetrum, á vorin garðyrkju, og á ýmsan hátt áttu
þær að vera til verklegrar og andlegrar leiðbeiningar.
En við höfum aldrei getað komið þessu í það horf sem
við hugsuðum það fyrir 17 árum. En það hefur margt
breyst til batnaðar á þessum árum, og það einmitt fyrir
atbeina K. í. — Síðan Sambandið fjekk aukinn fjárstyrk
og fastan heimilismálastjóra hefur starfsemi þess aukist
mjög. — Á síðasta landsþingi voru áætlaðar 25 þúsundir
í styrk til saumanámskeiða. Heimilismálastjórinn hefur
reiknað út, að sanngjarnt væri að telja verðmæti þessarar
starfsemi árið 1945 á 180—200 þús. kr. Það er sú vinna,
sem konur vinna fyrir heimili sínásaumanámsskeiðunum.
Og 1946 verður þessi vinna miklu meiri. — Mörg konan
getur ef til vill unnið þetta án þess að leita hjálpar utan
heimilisins. En námsskeiðum K. í. er ætlað víðtækara
starf en að kenna að sauma, sníða og matbúa. — Kon-
urnar komast að heiman, hitta náunga sína, kynnast
að nýju, og nýjum manneskjum. Þeim veitist tækifæri