Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 92
90
Hlín
kembuvjelinni okkar á Svalbarði. Þeim er vafið þjett
utanum trjefót, sem til þéss er gerður, eða trjespjald,
vafið fast til og frá, sjerstaklega gætt að hælnum og tánni,
svo ekki verði þar þunt. Þegar þessu er lokið, er vafið
grófu bandi, líku á litinn, utanum alt saman, margvafið
svo alt sje vel þjett. Þá er saumað ljereft utanum fótinn
vel þjett, helst eins í laginu og fóturinn og efnið þjett
ljereft. Svo er farið að þæfa, liaft við hendina heitt sápu-
vatn og fóturinn látinn þar í og strokið fram og aftur
um 15 mínútur, ausið yfir og nuddað vel; þegar þetta
er búið, er skvett vatni á fótinn og skolað mesta sápu-
vatnið úr. Þá sprett ljereftinu af og skónum flett af
trjenu, svo að snúi út, sem áður snjeri inn, þessvegna
þarf ekki að taka böndin af, sem eru líka orðin þófin
inn í. Þá er undið úr skónum vatnið og hann þæfður
lengur á borði eða fjöl, og smálagaður altaf og aðgætt að
hvergi sje gat eða þunt. Þá er bætt þar við ullarhnoðra,
saumað að, það hverfur jafnóðum. — Skórinn er skolað-
ur. — Þá er skórinn látinn þorna, helst á leist, en ef hann
er ekki til, þá má troða einhverju inn í skóinn og hann
svo þurkaður. Seinna kliptur og snyrtur til, klipt rifa
ofaní, svo hægra sje að komast í hann. (Spenna sett á og
skórinn sólaður, ef svo sýnist.)
Þessir skór þykja skjólgóðir, en fallegir eru þeir ekki.
H. B.
STAKA. — Þegar konan min klœðist þjóðbúningnurn:
Bjart er yfir baugalín,
blik er í augnaflötum.
Kóngsfrú líkist konan mín,
þá klæðist peysufötum.