Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 111
Hlín
109
minna leyti“. Þarna gætu þær dvalið um skemri eða
lengri tíma, fengið upplýsingar um nám, atvinnu o. s. frv.
— „Þar mundi verða Lestrarfjelag kvenna Reykjavíkur og
ljettur aðgangur að góðum bókum og blöðum í hlýjurn
og vistlegum lestrarsal, þar sem þær einnig gætu skrifað
brjef sín í næði. — Þarna verða og góð og vistleg gistiher-
bergi allan ársins hring og námsmeyjar geta vetrarlangt
fengið herbergi gegn sanngjörnu verði. — Samfara rekstri
þessa heimilis verður liússtjórnarkensla og þá jafnframt
mat- og kaffisala“. — í ávörpum, er síðar voru send út
meðal þjóðarinnar, var og tekið fram, að Hallveigarstaðir
yrði miðdepill fjelagsstarfsemi íslenskra kvenna, sam-
bandsfundir og þing yrðu haldin þar og ýmiskonar fyrir-
lestra- og fræðslustarfsemi yrði rekin þarna. Þá fengi og
heimilisiðnaður landsins þar athvarf með leiðbeiningar-
stöð og verslun með allskonar heimilisiðju, samhliða út-
vegun á efni og áhöldum til þessa þarfa iðnaðar.
Yfirleitt var þessu öllu tekið vel — þó seint gengi með
fjársöfnun og annað er þurfti til undirbúnings málinu.
Nokkur skorpa var hafin í fyrstu, en úthaldið minna, er
frá leið. Lóð við Lindargötu, norðaustanvert á Arnarhóli,
gaf ríkisstjórnin undir húsið, fyrir forgöngu Bríetar
Bjarnhjeðinsdóttur, ritstjóra Kvennablaðsins. — Banda-
lag kvenna í Reykjavík hafði málið á dagskrá sinni, kaus
svonefnda „húsnefnd", er stóð að fyrgreindu ávarpi og
sendi síðan út, vorið 1926, lista til hlutafjársöfnunar.
Fyrstu tvö árin komu í byggingarsjóðinn rúmar 27 þús-
undir króna. Upp frá því fór sala hlutabrjefa smámink-
andi. Það voru einkum kvenfjelögin, er ljetu sig málið
varða og „húsnefndin" efndi árlega til fjársöfnunar, ýmist
með því að halda skemtanir, eða þá hlutaveltur, basara,
blómasölur og merkja o. s. frv. Rann ágóði af þessu í svo-
nefndan „Hallveigarsjóð“, en hlutafjenu var altaf haldið
sjerstæðu. Fór svo, að Hallveigarsjóður varð hærri að upp-
hæð en hlutafjeð, og varð það meðal annars til þess, að