Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 97
Hlin
95
og fatlaður maður að nafni Pjetur. — Að lokum gafst Sig-
ríður þarna upp, og flutti að Arnhólsstöðum í sömu sveit
og andaðist þar í hárri elli.
Síðan var kotið í ýmsra ábúð í nokkur ár. Að lokum
lagðist það alveg í eyði. Það þótti víst engin kostajörð,
lítið tún og snöggar engjar, en altaf mun þar hafa þótt
gott fjárland.
Þegar nú öll hús og mannvirki Sigríðar voru fallin,
kaupir Halldór Ilalldórsson, bóndi á Ilaugum — sem er
næsti bær — jörðina, byggir upp á henni, en hefur hana
undir. Þannig situr, þar til Halldór skiftir eignum sín-
um milli tveggja barna sinna, Eyjólfs og Margrjetar, og
hlaut Margrjet Vatnsskóga. — Fyrir 12 árum byrjar hún
þarna búskap með móður sína gamla og blinda, og þá
fer ívar Halldórsson, föðurbróðir hennar, til þeirra, en
hann hafði um fjöldamörg ár átt heima á Djúpavogi. —
Hún byggir þar laglegt timburhús og öll útihús, og þetta
er allt verk ívars, því hann er prýðilega hagur. — Nú eru
þau búin að sljetta tún og koma upp görðum og tals-
verðu búi, hafa altaf tvær kýr. — Þau hafa haft mörg
sumur ágæta uppskeru úr görðum, þó í 150 m. hæð sje,
og jeg veit til þess, að Margrjet hefur ræktað kál með
góðum árangri. — En þetta fólk hefur lagt mikið á sig,
því þau hafa lengstaf verið tvö ein við þetta, þartil á
síðastliðnu vori, en nú er ívar líka alveg að gugna, bæði
sökum elli og lasleika, hefur oft verið í rúminu í vetur.
Jæja, þá er jeg nú búin að skrifa heilmikið um Vatns-
skóga. — Það merkilega, sem mjer finst við þá jörð, er
þetta, að tvær konur hafa orðið til þess að byggja þar upp
og bundið trygð við þennan stað. — í haust senr leið var
lagður þangað sími eins og á aðra bæi í sveitinni.
Ekki hef jeg enn getað fengið rnyndir af körlunum,
en lagt drög fyrir það, ef þær eru til.
JÓnína Benediktsdóttir frá Geiróltsstöðum í Skriðdal.