Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 141

Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 141
Hlin 139 í f j ólugeislum. SMASAGA eítir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON, Leslie í Vatnabygðum, Sask., Kanada. Bærinn var lítill, bygður úr torfi og grjóti, en á þakinu spruttu sóleyjar og kringum hann var örmjó, ræktuð rönd, sem stund- um var kölluð tún. Þá tóku við móar og dý upp að fjallsrótun- um. — Bláber og krækiber höfðu einhverntíma vaxið í hlíð- inni, en mest af því var horfið nú fyrir ágangi barna og dýra eftir berjunum og fullorðna fólksins eftir lynginu. Samt spruttu fjólur víða þarna enn, í skjóli við móa og þúfur og kringum klettana, þar sem skepnurnar áttu erfitt með að ná þeim. Fjallið, sem reis þarna að baki bæjarins, var feikna risi. Belti við belti af klettum gyrti það frá hjalla og að gnýpu, með smá- um grasflesjum og mosatóm hjer og þar á milli.— Fyrir framan húsið var sjórinn, fjörður allmikill, en svo langt inni í landi að varla kom þar fiskur nema síldin einstöku sinnum eða smokk- urinn. Roskin ekkja bjó á þessu býli ásamt börnum sínum. Eldra barnið aðstoðaði móður sína í baráttunni fyrir tilverunni, svo sem best hún mátti úti og inni, úti voru það aðallega kindurnar, mest þrjár til fjórar, er þurftu umhyggjunnar við. Þegar frí- stundir gáfust, sat Þórdís oft úti fyrir og horfði á umhverfið úr hlaðvarpanum eða sveimaði um fjöruna. Stundum fór hún upp í hlíðina og klifraði upp á neðsta klettastallinn, því þó berin brygðust á hjallanum, þá brást ekki útsýnið, er upp á klettana kom í góðu veðri. — Utsýnið af klettinum og víðar þarna upp frá, heillaði huga Þórdísar, en hún fann sárlega, er að heimilinu kom, hve fátæktin þrengdi að henni, móður hennar og systur. — Þó tign fjallanna og jökulsins í útsýn, fegurð stjarnanna, blik norðurljósanna í alla vega litum, mikilleiki sævarins, — alt umhverfið heillaði huga hennar, þá fann hún hve sulturinn var sár, fataleysið ömurlegt, umhverfið fálátt, því gestir voru ekki tíðir hjá bláfátæku ekkjunni. — Þá var ekki um skemtanir að ræða, síst þær, er Þórdís fengi að taka þát í. — Dansleikir voru haldnir í kaupstaðnum einstöku sinnum, en hún var ófermd, svo ekki var í mál takandi, að hún kæmi þar nærri. Og þegar yfir fermingaraldurinn kom, þá voru ekki til föt til slíkra ferða. Ekkjan, sem af öllu hjarta vildi ala börn sín sómasamlega upp,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.