Hlín - 01.01.1950, Page 141
Hlin
139
í f j ólugeislum.
SMASAGA eítir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON,
Leslie í Vatnabygðum, Sask., Kanada.
Bærinn var lítill, bygður úr torfi og grjóti, en á þakinu spruttu
sóleyjar og kringum hann var örmjó, ræktuð rönd, sem stund-
um var kölluð tún. Þá tóku við móar og dý upp að fjallsrótun-
um. — Bláber og krækiber höfðu einhverntíma vaxið í hlíð-
inni, en mest af því var horfið nú fyrir ágangi barna og dýra
eftir berjunum og fullorðna fólksins eftir lynginu. Samt spruttu
fjólur víða þarna enn, í skjóli við móa og þúfur og kringum
klettana, þar sem skepnurnar áttu erfitt með að ná þeim.
Fjallið, sem reis þarna að baki bæjarins, var feikna risi. Belti
við belti af klettum gyrti það frá hjalla og að gnýpu, með smá-
um grasflesjum og mosatóm hjer og þar á milli.— Fyrir framan
húsið var sjórinn, fjörður allmikill, en svo langt inni í landi að
varla kom þar fiskur nema síldin einstöku sinnum eða smokk-
urinn.
Roskin ekkja bjó á þessu býli ásamt börnum sínum. Eldra
barnið aðstoðaði móður sína í baráttunni fyrir tilverunni, svo
sem best hún mátti úti og inni, úti voru það aðallega kindurnar,
mest þrjár til fjórar, er þurftu umhyggjunnar við. Þegar frí-
stundir gáfust, sat Þórdís oft úti fyrir og horfði á umhverfið
úr hlaðvarpanum eða sveimaði um fjöruna. Stundum fór hún
upp í hlíðina og klifraði upp á neðsta klettastallinn, því þó berin
brygðust á hjallanum, þá brást ekki útsýnið, er upp á klettana
kom í góðu veðri. — Utsýnið af klettinum og víðar þarna upp
frá, heillaði huga Þórdísar, en hún fann sárlega, er að heimilinu
kom, hve fátæktin þrengdi að henni, móður hennar og systur.
— Þó tign fjallanna og jökulsins í útsýn, fegurð stjarnanna,
blik norðurljósanna í alla vega litum, mikilleiki sævarins, — alt
umhverfið heillaði huga hennar, þá fann hún hve sulturinn var
sár, fataleysið ömurlegt, umhverfið fálátt, því gestir voru ekki
tíðir hjá bláfátæku ekkjunni. — Þá var ekki um skemtanir að
ræða, síst þær, er Þórdís fengi að taka þát í. — Dansleikir voru
haldnir í kaupstaðnum einstöku sinnum, en hún var ófermd, svo
ekki var í mál takandi, að hún kæmi þar nærri. Og þegar yfir
fermingaraldurinn kom, þá voru ekki til föt til slíkra ferða.
Ekkjan, sem af öllu hjarta vildi ala börn sín sómasamlega upp,