Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 78
var Laufey Guðmundsdóttir frá Þormóðsstöðum. Starf-
aði hún fyrir fjelagið nokkur ár. Eftir það var farið að
lengja námstíma við hjúkrun, og hækkaði þá kostnaður
við það svo mjög, að fjelagið treystist tæplega til að
halda því áfram. Var þá samþykt að reyna að fá vel
hæfa hjálparstúlku, sem gæfi sig við hjúkrun og hjálp
á heimilum, sem þess þyrftu með. — Þannig tókst fjelag-
inu að halda starfsemi sinni áfram. — Hafði það flest ár
á að skipa lærðri hjúkrunarkonu eða valdri hjálparstúlku
fram á síðasta áratug.
Fjelagið varði auk þess árlega töluverðu fje í sjúkra-
styrki.“
Jeg heyrði lækna oft hafa orð á því á þessum árum
hjálparstúlknanna, að þeir gætu öruggir afhent sjúklinga
sína í hendur hjálparstúlkunnar eftir aðgerð sína, og
losnuðu við að ráðstafa þeim á sjúkrahús. Þetta kom
sjer vel eins og þar var oft þröngt um rúm. — Margar af
hjálparstúlkunum unnu ágætlega fórnfúst starf og öfluðu
sjer mikilla vinsælda. En eins og fyr getur lagðist starfið
því miður niður í þessu formi vegna þess, að stúlkur
fengust ekki til að gefa sig við því.
En góðu heilli er nú komin hreyfing á málið að nýju
hjer á landi, og hyggjast menn að taka það upp á svip-
uðum grundvelli og nágrannaþjóðir okkar hafa gert, og
ekki mun þörfin vera minni hjerlendis en annarstaðar.
Á síðasta Alþingi kom fram tillaga, flutt af Rannveigu
Þorsteinsdóttur, um þessi efni. — Allsherjarnefnd mælti
eindregið með tillögunni, eftir að hafa borið liana undir
álit þriggja kvenfjelagasamtaka í landinu: Kvenfjelaga-
sambands íslands, Kvenrjettindafjelags íslands og Hús-
mæðrafjelags Reykjavíkur. — Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undir-
búa löggjöf um vinnuhjálp húsmæðra með svipuðu sniði
og nú tíðkast annars staðar á Norðurlöndum og leggja
frumvarp um þetta efni fyrir Alþingi á árinu 1950.“